Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 94
5-7
Markaðsskrifstofa
iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar
1 Inngangur
Orkufrekur iðnaður hefur verið á dagskrá stjórnvalda í áratugi. Fyrsti umtalsverði iðnaður af
þessu tagi kom með byggingu Áburðarverksmiðju ríkisins sem tók til starfa 1954 og
Sementsverksmiðju ríkisins 1958. Á 7. áratugnum var Islenska álfélagið stofnað og
Kísilgúrverksmiðjan tók til starfa. Síðan hafa verið kannaðir ýmsir möguleikar á orkufrekum
iðnaði sem sumir leiddu til árangurs, s.s. bygging járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga
sem tók til starfa 1979 og steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki, sem tók til starfa 1985.
Aðrir möguleikar leiddu ekki til jákvæðrar niðurstöðu s.s. samningar um kísilmálmverksmiðju
á Reyðarfirði á 9. áratugnum, en við flesta var skilið án þess að þeir væru leiddir til lykta af
ýmsum ástæðum. Jafnframt störfum stjórnvalda að þessum málum fóru fram athuganir á
stóriðjutækifærum á vegum ýmissa annarra aðila og liggja fyrir fjölmargar skýrslur um þær.
Á þessum árum skorti þó samfellt grunnstarf við að afla upplýsinga og fylgjast með þróun
orkufreks iðnaðar í heiminum svo og markvisst markaðsstarf til að laða erlenda aðila til þátt-
töku í uppbyggingu stóriðju hér á landi.
2 Stofnun MIL og verkefni samkvæmt stofnsamningi
Meðal annars af þessum ástæðum var Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar (MIL) stofnuð af iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun með undirritun sérstaks
stofnskjals þann 10. maí 1988. Með stofnun MIL var stefnt að því að samræma störf opin-
berra aðila að markaðssetningu á íslenskri orku gagnvart erlendum fjárfestum. Skrifstofan er
að jöfnu í eigu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og er stjórn hennar skipuð sex mönnum
• Að safna upplýsingum um allt sem varöar markaösmöguleika á orku, fyrir utan almennan
markaö Landsvirkjunar, og aö fylgjast meö þróun iönaöargreina sem til greina koma sem
stórnotendur innlendrar orku í framtíöinni.
• Aö gera frumhagkvæmniathuganir á nýjum orkufrekum iönaðargreinum, og eiga sam-
starf viö atvinnufyrirtæki um frekari hagkvæmniathuganir.
• Aö láta í té alla nauösynlega aöstoð viö samningagerö ríkisins og Landsvirkjunar um sölu
á orku til stóriöjufyrirtækja eða beina orkusölu til útlanda.
• Aö standa fyrir almennu kynningarstarfi, útgáfu og dreifingu kynningarrita, ráöstefnu-
haldi og ööru sambærilegu markaðsöflunarstarfi.
• Að taka aö sér þjónustu fyrir aöra, sem vinna að hiiöstæöum verkefnum.
Mynd 1 Verkefni MIL samkvœmt stojhsamningi.