Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 111
6-1
Jónas Elíasson
Vatnafræðilegar forsendur
fráveituhönnunar á
höfuðborgarsvæðinu
1 Inngangur
í fráveituhönnun þarf jafnan að nota regnskúrir með ákveðinn varanda sem fengnir eru með
aflestri af IDF-línuritum (Intensity-Duration-Frequency). Grein þessi fjallar um niðurstöður
athugunar hjá Vatnaverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands (VVHI) á úrkomu-
mælingum sem Gatnamálastjórinn í Reykjavík útvegaði. Niðurstaða þeiiTa athugana var 1M5-
kort fyrir höfuðborgarsvæðið.
VVHÍ hefur verið að vinna að rannsóknum á úrkomudreifingu hér á landi með tilliti til hönn-
unar vatnamannvirkja (Jónas Elíasson og Axel V. Hilmarsson, 1991; Jónas Elíasson og Axel
V. Hilmarsson, 1992; Jónas Elíasson, 1995). í þessum rannsóknum hefur dreifing árshámarka
verið skoðuð og nýjar hönnunaraðferðir þróaðar sem eru í samræmi við hönnunaraðferðir í
nágrannalöndunum. I hönnun fráveitumann-
virkja þarf hins vegar oft að taka tillit til úr-
komu sem hefur skemmri varanda en sólar-
hring (sem notaður er við vatnamannvirkja-
hönnun), og er algengt að nota þar 10, 20, 30,
60 og 120 mínútna varanda. Til þess að tengja
þau úrkomugildi við úrkomugildi nteð
sólarhringsvaranda og lengri, fá frarn tíma-
dreifingu úrkomu í heild sinni og að geta
borið hana saman við þekktar niðurstöður frá
öðrum löndum, þarf nákvæmar úrkomu-
mælingar og vatnafræðilega úrvinnslu úr
þeim.
Hér er notast er við alhæfða úrkomu-
dreifingu sem að grunni til er fræðileg
hágildadreifing. Hugtakið alhæfð dreifing er
notað hér í stað Genemlised Estimate
Jónas Elíasson lauk prófi í bygging-
arverkfræöi frá DTH 1962, og Lic. techn.
prófi frá sama skóla 1973. Verkfræð-
ingur hjá Vitamálaskrifstofunni 1964-
1965, hjá Straumfræöistöö Raforku-
málaskrifstofunnar 1965-1970, lektor DTH
1970-1974. Skipaður
prófessor í straum-
fræöi, vatnafræði og
skyldum greinum viö
byggingarverkfræöi-
skor Verkfræöi- og
Raunvísindadeildar
H.í. 1973.