Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 118
116 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
og Washington State USA (sjá Internetið http://www.rhi.hi.is/HI/Deild/Verk/Umbygg/kenn-
arar/jonase/enska/article/).
Samkvæmt Jónasi Elíassyni (1995) hafa C;-gildi sýnt staðalfrávik um 0,03. Sem dæmi um
veðurstöð með hærra C,—gildi en hér er fundið er Odense í Danmörku. VVHÍ hefur undir hönd-
um skúramælingar frá Odense fyrir árin 1936 - 1979, og sýnir úrvinnsla VVHÍ að meðaltal C,-
gildanna er um 0,25, eða um það bil einu staðalfráviki hærra en heildarmeðaltal allra þekktra
C,-gilda.
3.2.3 Samanburður margföldunarstuðla
Hægri hlið líkingar (8) sýnir margföldunarstuðulinn f(T). Margföldunarstuðullinn er 1 fyrir T
= 5 ár en að öðru leyti ræðst stærð hans af C,-. Athuganir benda til þess að meðalgildi C( sé
nær alltaf um 0,2, nema hugsanlega þegar um mjög lítil svæði er að ræða (Jónas Elíasson,
1995). Til þess að sjá hvað frávikin hafa mikið að segja var eftirfarandi samanburður gerður.
Gengið var út frá M5-gildinu sem ákvarðandi gildi og allir margföldunarstuðlar reiknaðir
út frá því (sjá mynd 4). Sýnd er sérstök lína fyrir C,—gildið 0,25, sem er einu staðalfráviki hærra
en meðalgildið, og sama gildið og fyrir Odenseregnröðina, sem er mest notaða regnröðin í
fráveituhönnun í Danmörku. Hinar línurnar eru fyrir Seattle (Novotny et al., 1989), úr athugun
Vatnaskila (1992) og frá ASCE.
Eins og sjá má af mynd 4 gefa allar reglurnar sem kannaðar voru mjög svipaða niðurstöðu.
Sérstaklega ber athugunum VVHI og Vatnaskila vel saman, enda í grundvallaratriðum sömu
gögn notuð. Niðurstöður frá Seattle skera sig örlítið úr, en með því að nota M5-gildið og reikna
frá því, þá verður allt mat fyrir lægri endurkomutíma öruggu megin miðað við Seattle og
ASCE niðurstöðurnar. Matið fyrir 20 og 50 ár er um 10% hærra, en þessir endurkomutímar
eru sjaldan notaðir í fráveituhönnun.
Ahrif hærra C;-gildis er að matið á atburðum sem eru sjaldgæfari en 5 ár hækkar, en matið
á algengari atburðum lækkar. Fyrir lægri C,-gildi er þetta öfugt.
VVHI mælir með að fyrir höfuðborgarsvæðið sé C,-gildið 0,21 notað, en endanleg
ákvörðun um þetta verður að liggja hjá hverjum hönnunaraðila fyrir sig.
Ta 1,6 2,5 5,5 10,5 20,5 50,5
Mynd 4 Samcmburður á margföldunarstuðlum.