Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 127
7-1
Páll Á. Jónsson
Cantat 3
Saga fjarskipta milli íslands og umheimsins er orðin nokkuð löng. Tvenns konar tækni
hefur verið beitt, annars vegar strengur og hins vegar radiosamband. Þegar ákveðið var í
upphafi aldarinnar að leggja sæstreng til landsins riðu bændur af Suðurlandi til Reykjavíkur til
að mótmæla lögninni, ekki því að komi væri á símasambandi eins og oft hefur verið haldið
fram heldur því að frekar hafi átt að velja radiosamband. Annað er einnig gaman að vekja
athygli á að fyrstu símasamböndin við landið voru stafræn. Síðar komu hliðræn radíósambönd,
þá hliðræn strengsambönd (Scotice og Icecan) hliðræn radiosambönd í gegnum gervihnött
stafrænt radiosamband í gegnum gervihnött síðasta sambandi sem komið hefur verið á er
stafrænt strengsamband um Cantat 3.
Aðdragandinn að Cantat 3 er orðinn nokkuð langur. Norrænar símastofnanir voru með
athuganir á níunda áratugnum um strengsamband frá Norðurlöndum til Amenku, vinnuheiti
þess var Scantat.
Skriður komst hins vegar á málin þegar Kanadíska fyrirtækið Teleglobe kom með hug-
myndina að Cantat 3. Teleglobe kynnti tillögur sínar að lagningu Cantat 3 á fundi í Kaup-
mannahöfn árið 1991, viljayfirlýsing milli aðila (memorandum of understanding) var síðan
undirituð í Montreal í september sama ár.
Aðaleigendur að strengkerfinu eru fjarskiptafyrirtæki í landtökulöndunum: Teleglobe í
Kanada, Póstur og sími á íslandi, Tele
Danmark fyrir Færeyjar og Danmörku,
DTAG í Þýskalandi og BT í Bretland, að
auki eiga fjölmörg fjarskiptafyrirtæki óaft-
urkræfan notkunarrétt (IRU) í strengnum.
Eigendur kerfisins sömdu við fyrirtækið
STC um alla uppbyggingu þ.e.a.s. fram-
leiðslu á strengnum, búnaði, lagningu
strengs og uppsetningu búnaðar. Heildar-
samningsupphæð losaði 400 milljónir banda-
ríkjadollara. Samkvæmt samningnum var
gert ráð fyrir að kerfið yrði tekið í notkun 1.
nóvember 1994, sem hlýtur að teljast
Páll A. Jónsson er fæddur
1950. Lauk námi í símvirkjun
rafmagnstæknifræöi
frá tækniskólanum í
Odense 1978. Starfar
hjá Pósti og síma
sem yfirmaður lang-
Ifnudeildar. Núver-
andi formaður TFÍ.
5. október
1972 og í