Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 129
Cantat 3 127
ísland
Vestmannaeyjar DanmÖrk
Mynd 2 Uppbygging Cantat 3.
magnara þar sem ljósi af annarri bylgjulengd er blandað saman við innkomandi ljós. Utgangs-
afl laseranna er frá -1,2 dbm upp í 3,0 dbm dB lágmarks móttekið afl er -28 dbm og yfirleitt
er gengið út frá að frávik (margin) séu 8 dB.
Þegar skoðað er hvað stórt frávikið er verður að hafa í huga að mikil aukning verður á
deyfingu milli magnara ef þarf að gera við strenginn. Sem dæmi má nefna að þegar gert er við
strenginn á 5 km dýpi verður að setja minnsta kosti tvöfalda þá lengd inn í strenginn og ef
deyfing í ljósl. er 0,2 dB/km => 2,0 dB í aukna deyfingu vegna aukningar á strenglengd að
viðbættum 1 db vegna tenginga, það þýðir að strengurinn þolir einungis 2 slíkar bilanir áður
en setja verður nýjan endurvaka inn. Einnig verður að hafa í huga að lifitími kerfisins eru 25
ár og reikna verður með öldrun í búnaði. Reyndar hefur komið í ljós að næmni móttakaranna
er mun betri en -28 dbnt, styrkurinn getur farið allt niður í -32 dbm án þess að villuhlutfallið
(BER) fari upp fyrir 10'14. Heildarfjöldi endurvaka í Cantat eru 89, sem skiptast þannig að 53
eru í Fl, 1 í F2, 9 í F3A, 1 í F3B, 15 í F3C, 6 í F4, 2 í F5 og 2 í F7.
Strengurinn er þannig uppbyggður að ljósleiðunum er komið fyrir í koparröri, tilgangur
koparrörsins er meðal annars sá að sjá endurvökunni fyrir rafmagni, það er gert þannig að
landstöðvarnar senda stöðugan 1,6 A straum inn á koparrörið og sjá þannig endurvökunum
fyrir afli.
Spennan sem fellur yfir endurvaka er háð fjölda endurvakaeininga, sem dæmi má nefna að
spennufallið yl'ir endurvakana á aðalleiðinni eru um 50 volt. Venjulega er straumfæðingin
milli stöðvanna í Pennant Point á Nova Scotia og Westerland í Þýskalandi. Pennant Point
sendir út stöðugan straum 1,6 A en Westerland er með stöðuga spennu með öfugri pólun.
Heildar spennumunurinn milli þessara staða er um 12 kV. Nokkuð er um að spenna spanist
inn á svona langan streng vegna sólgosa, kerfið verður því að geta tekið 15% spennuaukningu.