Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 138

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 138
136 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95 einn með plötum úr ryðfríu (SS-316) stáli til til prófunar á ódýrara efni. Sprungur komu fljót- lega fram í ryðfríu plötunum, eins og óttast hafði verið. Nú eru uppsettir 6 varmaskiptar með títanplötum og afkasta þeir, samkvæmt mælingu, vel þeim 150 MW, sem gert var ráð fyrir. Reynslan sýnir að ending pakkninga í varmaskiptunum er nálægt 5 árum, eins og búist var við. Utfellingar á hitaplötur eru litlar, og hreinsun þeirra ekki erfið. 4.7 Skiljuvatnsvarmaskiptar I vatni frá jarðhitasvæðinu á Nesjavöllum, eins og vatni frá öðrum háhitasvæðum, er upp- leystur kísill. Við kælingu verður vatnið yfirmettað (með tilliti til kísils) og getur myndast útfelling, sem að öðru jöfnu sest á fleti varmaskipta og minnkar afköst þeirra. Því voru fyrir byggingu virkjunarinnar gerðar umfangsmiklar tilraunir með skiljuvatnshitara með hringrásandi kúlum (svokallaða ESKLA tækni). Tilraunirnar sýndu fram á, að reikna mætti með kælingu skiljuvatns niður í a.m.k. 40°C. Þetta var forsenda fyrir nýtingaráætlunum. í 1. áfanga virkjunarinnar voru settir upp nokkru stærri skiljuvatnsvarmaskiptar (afköst 6 MW) en notaðir höfðu verið í tilraunarekstrinum og rekstrartilraunum haldið áfram. í seinni tíð hafa tilraunirnar beinst að því, að finna hvað mætti kæla skiljuvatn mikið niður í venjulegum röravarmaskiptum. Niðurstöður benda til að með vissum skilyrðum uppfylltum megi skilju- vatn niður í 40°C í hefðbundnum röravarmaskipti. Þetta lækkar virkjunarkostnað skiljuvatns verulega frá því sem áður var reiknað með. 4.8 Afloftarar Kalda vatnið, sem hitað er upp, er mettað af súrefni og verður því tærandi eftir upphitun. í þeim tilgangi, að ná súrefninu úr, er vatnið soðið við undirþrýsting í aflofturum. Vatnið fer um 87°C heitt inn í þá og fer um 82°C heitt frá þeim. Við suðuna rýkur nær allt súrefni úr vatninu. Leyfum súrefnis er eytt með fblöndun á brennisteinisvetni. Það er gert með fblöndun jarðhitagufu, sem inniheldur brennisteinsvetni og kolsýru. Við suðuna gufar einnig upp hluti hitaða vatnsins, en sú gufa er þétt aftur með úðun á köldu vatni. Sýrustig vatnsins hækkar við suðuna. Oþéttanlegar gastegundir eru sogaðar út með lofttæmidælum. Gert var ráð fyrir að hver afloftari gæti annað a.m.k. 300 1/sek, þ.e. 50 MW. Komið hefur í ljós við mælingar, að þeir anna allt að 450 1/sek (75MW). í 1. áfanga voru settir upp tveir afloftarar og sá þriðji 1995. 4.9 Höfuðdælur Höfuðdælur eru nú þrjár og afkastar hver þeirra um 3001/sek. Dælurnar lyfta vatninu frá orku- veri, sem er í kóta 178 m, í geymi á Háhrygg, sem er í kóta 400 m. Við þennan hæðarmun bætist rennslisviðnám í æðinni upp á Háhrygg og er því lyftihæð dælanna um 260 m. 5 Stjórnkerfi Eins og fram kemur hér að ofan eru vinnslurásirnar í virkjunni nokkuð flóknar og þarf því að vera gott kerfi til vöktunar og stýringar. Kerl'i þetta er sett saman úr fjölda eininga og skipta má þeim í eftirfarandi 4 flokka: 5.1 Skynjarar og stjórntæki Skynjarar, sem mæla hita, þrýsting, rennsli, straum og fl. eru víðs vegar um vinnslurásir og eru boð frá þeim flutt til iðntölva. A grundvelli innkominna upplýsinga eru send boð til stjórn- tækja, þ.e. stjórnloka o.fl. 5.2 Iðntölvur Iðntölvur, sem eru af gerðunum Texas Instrument 565 og Siemens TI-555 og TI-545, safna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.