Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 143
Nesjavallavirkjun 141
Ég set þó hér fram sviðsmynd, sem ég tel að geti verið upp á teningnum eftir 5 ár eða rúm-
lega það.
(a) Afkastageta virkjunarinnar verði um 200 MW í vatnsframleiðslu. Framleiðslan byggist á
samrekstri með rafmagnsframleiðslu og nýting verður orðin það góð, að nánast öll orka, sem
tekin er upp úr svæðinu, verði nýtt.
(b) Uppsett afl í gufuhverfli verði 30 MW og rafmagnsframleiðsla miðist eingöngu við sam-
rekstur með vatnsframleiðslu. Forsenda fyrir þessu er að sjálfsögðu, að samið hafi verið við
kaupanda að rafmagninu.
(c) Fyrir liggi áhættumat vegna náttúruhamfara og stefna hefur verið mörkuð hvað ráðlegt sé
að sækja mikinn hluta heits vatns í eitt háhitasvæði, þ.e. hvort auka eigi vatnsframleiðslu
virkjunarinnar í 400 M W eða virkja fyrr á öðrum jarðhitasvæðum.
(d) Fyrir liggi verulega endurbætt umhverfisáætlun um förgun affalls frá Nesjavallavirkjun.
(e) Fyrir liggi endurskoðaðar áætlanir um fyrirkomulag við áframhaldandi uppbyggingu á
svæðinu.
(f) Unnið hefur verið við rannsóknir á öðrum jarðhitasvæðum í nágrenni Reykjavíkur.
Vafalaust verður staðan eftir 5 ár ekki svona, heldur hafa komið fram breyttar aðstæður og
nýjar stefnur, sem hvortveggja hafa skapað annan raunveruleika.
10 Þakkir
Ég undirritaður hef skráð undanfarandi texta, en margir hafa lagt mér til efni, bæði starfsmenn
Hitaveitunnnar og ráðgjafar. Ég vil sérstaklega þakka Einari Gunnlaugssyni og hans sam-
starfsmönnum hér í fyrirtækinu og Claus Ballzus og samstarfsmönnum hans hjá
Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns.
11 Tilvísanir
(1) Nesjavallavirkjun; Ráðstefna VFÍ 28.1. 1987
(2) Athugun á breytingu í notkun heitavatns hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Verkfræðideild Há-
skóla íslands, ágúst 1994
(3) Vatnsvinnslan 1995; Gretar Ivarsson, Hitaveita Reykjavíkur, mars 1996
(4) Líkanreikningar fyrir jarðhitakerfi Nesjavalla; Guðmundur S. Böðvarsson, júlí 1987
(5) Líkanreikningar fyrir jarðhitakerfi Nesjavalla; Guðmundur S. Böðvarsson, jan. 1993
(6) Raforkuframleiðsla í 200 MW raforkuveri; VGK, apríl 1995
(7) Forhönnun raforkuvers, 2x30 MW eimsvalahverflar og 1x20 MW bakþrýstihverfíll;
VGK, sept. 1995
(8) Nesjavellir. Áhrif affallsvatns á vatnsból. Vatnaskil 1986-03
(9) Mælingar á gasi í andrúmslofti; Gretar fvarsson og fleiri. Samvinnuverkefnt OS og HR.
OS-93074/JHD-16, desember 1993