Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 171
Stefnumótun 169
• Hraði breytinga er það mikill að ýmsir þættir gildandi stefnu munu þá þegar þurfa nánari
athugunar við.
• Sífellt má gera betur. Hin eiginlega stefnumótun er í raun ekkert annað en ákveðin
tegund skipulagningar. Allir sem til hennar þekkja vita að beinlínis getur verið hættulegt
að fara eftir skipulagningu sem að einhverju leyti er orðin úrelt.
• Eins og í gæðastjórnun er í stefnumótun alltaf unnt að gera betur og á alltaf að reyna að
gera betur. Um er að ræða verkfæri sem sífellt þarf að vera að slípa og gera þannig
beittara. Því markvissari vinnubrögð því sjálfstæðari vinnubrögð sérhvers starfsmanns
því árangursríkara fyrirtæki.
Á hinn bóginn er maðurinn mjög háður tímatalinu, þ.e. árinu. Venjan er að gerð sé
fjárhagsáætlun einu sinni á ári. Stefnumótun fer eðlilega í sama farveg, þ.e. að hún er einnig
tekin fyrir árlega.
4 Stefnumótun í fyrsta sinn
Athuga þarf að hin eiginlega stefnumótun
einkennist af því að ryðja upp hugmyndum og
óskum um breytingar en framkvæmd hennar af
því að gera óskirnar að veruleika.
Sé stefnumótunin gerð í fyrsta skipti í
tiltölulega fjölmennu og flóknu fyrirtæki á
íslenska vísu getur svo farið að vinnan að henni
nái yfir meira en eitt ár, jafnvel fáein ár. Er þá
hætt við því að þátttakendur í henni verði að
lokum svo þreyttir á öllu saman að jafnvel verði
lítið úr því að stefnan verði framkvæmd. Um
þetta eru þegar allmörg dæmi hérlendis. Einnig
má benda á að þátttakendur í stefnumótuninni
eru þá oftsinnis að fínvinna atriði sem þeir hafa
enga reynslu af hvernig gagnast fyrirtækinu,
auk þess sem vinnan tekur oft miklu lengri tíma
en ella vegna skorts á þjálfun og skilnings á tilganginum.
Að jafnaði virðist fólk sem starfar að hinni eiginlegu stefnumótun vera farið að sýna veru-
leg þreytumerki eftir 5-6 mánaða harða vinnu samhliða daglegum störfum og stundum l'yrr.
Þegar farið er í hina eiginlegu stefnumótun í fyrsta skipti, eða þegar undanfarandi stefnu-
mótunartilraunir hafa verið ófullnægjandi eða misheppnaðar, virðist því best að takmarka
tímann, sem hún er látin taka, við 3-6 mánuði. Reynt sé á þeim tíma að taka fyrir öll mikil-
vægustu málefni fyrirtækisins, en restin á árinu notuð til þess að framkvæma a.in.k. megin-
atriði stefnunnar eftir föngum. Best virðist að leggja áherslu á praktísk atriði. Oft tekur t.d.
langan tíma að að finna réttu orðin í skilgreiningu á framtíðarsýn og gildismati þótt ljóst sé í
megindráttum um hvað hún eigi að snúast. Þá er oft betra að geyma endanlega skilgreiningu
til næstu tarnar enda er þá oft eins og hún komi af sjálfu sér.
Á næsta ári er svo hin eiginlega stefnumótun endurtekin þannig að stefnumótun fyrra árs sé
endurskoðuð og endurbætt og öðrum mikilvægum þáttum í rekstrinum bætt við eftir því sem
tök eru á. Að jafnaði yrði þá best að hin eiginlega stefnumótun tæki skemmri tíma t.d. 2-4
mánuði, eða jafnvel enn skemmri tíma eftir atvikum.