Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 181
Stefnumótun 179
Aðhaldssemi í ráöningum
Hætti starfsmaður sé athugað gaumgæfilega hvort nauðsyniegt sé að ráða í hans stað eða hvort unnt
sé að koma í veg fyrir það með endurskipulagningu. Þetta á ekki síst við um störf sem líklegt er eða
hugsanlegt aö ekki séu samkeppnisfær viö verktaka. í þessu sambandi þarf að skilgreina verksvið ein-
stakra starfsmanna áður en þeir eru ráðnir.
Áætlun um endurmenntun
Áætlun fyrir næsta vetur liggi fyrir á hverju hausti góðum tíma áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst.
Áætlunin sé í samræmi við heildarstefnu Hitaveitunnar hverju sinni.
Endurmenntun einstakra hópa
Gert veröi átak I starfsmenntun og þjáifun starfsliðs, t.d. eftirlitsmanna og fólks i afgreiðslu- eða þjón-
ustustörfum. Tilgangurinn er að nýta þennan þátt til þess að koma af stað aðgeröum sem ætiuð eru til
þess að bæta árangurinn á þessum sviðum.
Starfshópar
Stefnt skai aö þvi að allmargir starfshópar (t.d. 7 - 10) starfi í fyrirtækinu, árið um kring, nema yfir
sumartímann, að verkefnum sem nauðsynlega þarf að vinna og henta vel hópstarfi. Tilgangurinn er að
þroska starfsmenn og bæta samskipti um leið og unnið er að umbótaverkefni á hagkvæman hátt.
Starfslýsingar
Þær verði gerðar yfir öll störf I fyrirtækinu í því skyni að gera ábyrgðarskiptinguna skýrari, eyða svoköll-
uðum gráum svæðum, koma á staðgengilskerfi o.s.frv. Gerðar verði áætlanir um starfsmannahald fyrir
sumar og vetur. Tilgangurinn er að ná betri tökum á þvl.
Starfsmannahandbók
í henni komi fram grunnupplýsingar um Hitaveituna, skyldur og réttindi og þau starfsskilyrði sem starfs-
maöurinn komi til með að búa viö. Tilgangurinn er að auka öryggiskennd starfsmanna, sérstakiega
nýrra, minnka vinnu til frambúðar við að svara sífelldum spurningum þeirra og bæta ímynd fyrirtækisins.
Starfsmanna viðtöi
Komið verði á starfsmannaviðtötum, einu sinni til tvisvar á ári, f þvl skyni að starfsmenn geti fengið áiit
stjórnenda á árangri þeirra og upplýsingar um hrósverð atriði og þætti sem betur mega fara.
Rótering starfa
Athuga í hve miklum mæli henni verði komið við og hvernig henni veröi komið í framkvæmd. Nýtt starfs-
lið verði ráðið með hana í huga. Hugmyndin er tilfærsla að einhverju eða öllu leyti á nokkurra ára fresti.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdin fari rólega af stað en verði stigmögnuö á nokkrum árum. Henni er
ætlað aö auka þekkingu starfsliðs á hinum ýmsu þáttum fyrirtækisins og byggist aö öðru leyti á þvi að
„nýir vendir sópi best".
Upplýsingastreymi milli deilda
Athuga hvernig upplýsingastreymi milli deilda verði bætt. Tilgangurinn er aö fyrirtækið vinni betur
saman sem ein heild.
Starfsmannafundir
Yfirmenn haldi reglulega fundi með starfsmönnum sínum til að bæta samstarf og samhæfingu. Ekki er
að jafnaði gert ráð fyrir að þeir verði haldnir oftar en á mánaðar fresti.
Utanlandsferðir og námskeið
Fari starfsmenn erlendis eöa á eitthvert frásagnarvert námskeið eða ráðstefnu á vegum Hitaveitunnar
skulu þeir kynna meginefnið á stuttum fundi fyrir þeim sem málið varðar, sem oftast munu vera lykil-
menn i fyrirtækinu.
Félagsaðstaða starfsliðs
Athuga möguleika á því að koma einhvers konar féiagsaðstööu fyrir í núverandi húsnæði Hitaveitunnar,
en hún er engin eins og er.
Persónumatskerfi
Athuga möguleika á að koma á persónumatskerfi fyrir starfslið Hitaveitunnar, ekki síst á skrifstofum og
i tæknideildum þar sem erfitt er að koma við afkastahvetjandi iaunakerfum. Tilgangurinn er að bæta
bæði hag Hitaveitunnar og starfsmanna.
Mynd 8 Hitaveiki Reykjavíkur. Umbótaverkefni til vinnslu á allra nœstu árum til skipulagningar hjá
starfsmannastjóra.