Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 187
Hrafntinnu - kvartshúðun 185
var unnið kvarts úr haugunum sem urðu eftir gullgöftinn. Kvartsmulningur úr þessari námu
hefur líklegast verið ríkjandi efni á fyrsta áratug steiningarinnar.
Vorið 1933 var byrjað á utanhúðun útveggja á Þjóðleikhúsinu, með aðferð sem var nefnd
hrafntinnu-kvartshúðun, eftir fyrirsögn Guðjóns Samúelssonar, sem þá var húsameistari ríkis-
ins. Verkið var unnið af nokkrum múrurum undir stjórn Kornelíusar Sigmundssonar
múrarameistara. Þjóðleikhúsið var fyrsta byggingin sem var múrhúðuð að utan með þessari
aðferð, sem fólst í því að þrýsta eða kasta steinmulningi í límlag utan á afréttingarlag. I
múrhúðina utan á Þjóðleikhúsinu var notuð hrafntinna, kvarts, silfurberg og kalksteinn að
hluta. Aðferðin sem slík er séríslensk og var Guðjón um tíma skráður fyrir einkaleyfi á aðferð-
inni, m.a. á Islandi og í Danmörku. Einnig var í fyrstu íslenskur steinmulningur mest notaður.
Það kom reyndar til af gjaldeyrisskorti þjóðarbúsins. Aður hafði í litlum mæli verið beitt
norskri aðferð þar sem mulningnum var blandað í ysta ákastið, en sementsefjan svo þvegin af
yfirborðinu með saltsýru þannig að kornin komu fram.
Hrafntinnu-kvartshúðun, sem er í daglegu tali nefnd steining, náði fljótlega miklum vin-
sældum og var mest notuð á árunum 1935 til 1960. Margar opinberar byggingar voru
múrhúðaðar að utan með þessari aðferð og má þar t.d. nefna Þjóðleikhúsið, Háskóla Islands
og Heilsuverndarstöðina, ásamt nokkrum skólum og kirkjum. Ennfremur er stór hluti
íbúðarhúsa frá sama tíma í Reykjavík, bæði í Vesturbænum og Hlíðunuin, með steiningu eða
skeljun á útveggjum. Eftir stríð var meira um að innflutt steinefni væru notuð í steiningu, þá
mest marmari í ýmsum litum og kvarts. Um 1950 fór að bera meira á að húsbyggjendur notuðu
skeljamulning í stað steinefna, þar sem kostnaður við innflutning og efnisvinnslu var töluvert
hærri á steinefnum en skeljasandi. Um 1960 fór var að draga úr notkun steiningar til utan-
húðunar og eftir 1970 hvarf hún að mestu, en við tóku slétthúðun og hraunhúðun. Síðustu árin
Mynd 3 Háskóli Islands fyrír endursteiningu.