Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 209
Jón Þorláksson - Verkfræðistörf 207
Jóns sem landsverkfræðings voru einkum reistar timburbrýr yfir þessi vatnsföll og árið sem
hann tók við embætti voru aðeins til 6 járnhengibrýr auk áðurnefndra timburbrúa.
Endingartími timburbrúnna var lítill, oftast ekki nema 20-30 ár og viðhald þeirra var mikið.
Jón markaði þá stefnu 1909 að ekki skyldu byggðar fleiri timburbrýr heldur skyldu brýr
byggðar úr steypu eða járni eða hvoru tveggja. Þessi ákvörðun markaði tímamót í brúarsögu
okkar.
Árið 1907 var svo byggð fyrsta brúin úr járnbentri steinsteypu, var það brú yfir Bláskeggsá
í Hvalfirði, og rann þá upp steinsteypuöld í brúargerð.
Árið eftir eða 1908 var svo hafin smíði steyptrar bogabrúar yfir Fnjóská við Vaglaskóg. Jón
samdi við danska verktaka Christiani og Nilsen um verkið. Verkið skyldi fullbúið það sumar.
Vinna við brúna hófst af krafti strax um vorið þótt seint voraði það árið, og voru mikil snjóalög
inn allan Fnjóskadal. Vel gekk með smíði endastöplanna og undirsláttinn undir brúarbogann,
sem var 55 m langur. Síðan var byrjað að steypa brúarbogann og var byrjað að steypa frá sitt
hvorum enda. Þá kom loksins sumarið í Fnjóskadal og gerði gífurlegt flóð í ána með þeim
afleiðingum að allur undirslátturinn skolaðist burt og steypti boginn, sem enn var ekki harðn-
aður, steyptist í ána. Til allrar hamingju var Jón staddur á norðurlandi þegar þetta gerðist, hann
flýtti sér á staðinn og taldi kjark í mannskapinn og m.a. lét hann mann vaka yfir yfirsmiðnum,
sem var Dani að nafni Restrup, til þess að hann gripi ekki til örþrifaráða eins og Jón orðaði
það. Eftir þetta mikla óhapp gekk allt að óskum og verkinu lauk um haustið. Brú þessi er með
fegurri mannvirkjum og var á sínum tíma stærsta bogabrú á Norðurlöndum og prýddi lengi
auglýsingar Christiani-Nilsen. Nú prýðir brúin nýlegt frímerki okkar Islendinga.
Veturinn 1908-1909 verða þáttaskil í íslenskri brúargerð. Þá hannaði Jón ásamt aðstoðar-
Mynd 2 Bnt yfir Ytrí-Rangá, vígð 1912. Fyrsta meiríháttar brúin sem bœði var hönmið og byggð af
íslendingum.