Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012
fremstu röð í hugbúnaðargerð fyrir
landbúnað.
Leiðir: Tölvudeild Bændasamtaka
Íslands verði tryggt nægilegt fjár-
magn til þeirrar hugbúnaðarþróunar
sem tillagan fjallar um.
Framgangur: Búnaðarþing felur
stjórn BÍ að vinna að málinu.
» Endurskoðun á félags-
kerfi bænda
Búnaðarþing 2012 samþykkir að
haldið verði áfram vinnu við endur-
skoðun á félagskerfi bænda.
Skoðað verði sérstaklega hlutverk
og staða grunneininga félagskerfisins
í tengslum við heildarendurskoðun
þess.
Markmið:
a) að stefna að einföldun á félags-
aðild að Bændasamtökum Íslands.
b) að fjármögnun félagskerfisins
byggi á innheimtu félagsgjalda.
c) að skilgreina hvaða réttindi og
skyldur fylgja því að vera aðili að
Bændasamtökum Íslands.
Leiðir: Stjórn Bændasamtaka Íslands
er falið að vinna að málinu í sam-
starfi við aðildarfélög og leggja mót-
aðar tillögur að fyrirkomulagi fyrir
næsta búnaðarþing.
» Eldgos í Eyjafjallajökli
og Grímsvötnum
Búnaðarþing 2012 sendir bestu þakk-
ir til allra sem komu íbúum á áhrifa-
svæðum eldgosa í Eyjafjallajökli og
Grímsvötnum til aðstoðar.
Búnaðarþing leggur ríka áherslu á
mikilvægi þess öryggisnets sem þessir
aðilar mynduðu í sameiningu.
» Stuðningur við
orkusparnað
Markmið: Búnaðarþing 2012 skorar á
iðnaðarráðherra að koma myndarlega
til móts við almenning í landinu með
breytingu á reglugerð nr. 660/2009
um niðurgreiðslur húshitunarkostn-
aðar með það að markmiði að auka
sjálfbærni í orkuöflun og lækka
orkukostnað.
Leiðir: Núverandi reglugerð kveður
á um allt að 8 ára niðurgreiðslu en
Búnaðarþing 2012 leggur til að hún
verði 16 ár.
Framgangur: Búnaðarþing beinir því
til Bændasamtaka Íslands að fara fram
á breytingu á reglugerð nr. 660/2009.
Jafnframt að tryggt verði nægilegt
fjármagn til stuðnings vegna fram-
kvæmda við orkuöflun í dreifbýli.
» Orkumál
landbúnaðarins
Markmið: Búnaðarþing 2012 ályktar
að stefnt verði að sjálfbærni íslensks
landbúnaðar hvað orku varðar.
Leiðir: Búnaðarþing skorar á stjórn-
völd að styðja verkefnið, sem felst í
að byggja upp þekkingu sem nýtist
bændum beint þegar kemur að orku-
sparandi aðgerðum og orkunýtingu
með virkjun endurnýjanlegra auð-
linda.
Þegar verði leitað samstarfs við
LbhÍ í málaflokknum. Meðal annars
um gerð námsefnis, utanumhald um
árangur svo og ráðgjöf til stjórnvalda
og samvinnu um stefnumörkun.
Framgangur: Stjórn BÍ falið að fylgja
málinu eftir og skila Búnaðarþingi
2013 skýrslu um árangur og næstu
skref.
» Skotveiðar á gæs utan
veiðitíma
Markmið: Tryggja að fyrirhugað
verkefni Umhverfisstofnunar og
Bændasamtaka Íslands um skot-
veiðar á gæs utan veiðitíma komist
í framkvæmd.
Leiðir: Máli nr. 37 frá Búnaðarþingi
2010 verði áfram haldið opnu og
unnið að framgöngu þess.
Framgangur: Stjórn BÍ þrýsti á
umhverfisráðherra að ryðja úr vegi
hindrunum fyrir því að verkefnið
nái fram að ganga, sbr. umfjöllun
um málið í framvinduskýrslu
Búnaðarþings 2012.
» Takmörkun á
hlunninda nýtingu
Markmið: Búnaðarþing 2012
mótmælir harðlega fyrirhuguðum
breytingum á lögum nr. 64/1994
sem birtast í fram komnum frum-
varpsdrögum dags. 7/2/2012.
Búnaðarþing getur þó stutt
tímabundið veiðibann á svart-
fuglastofnum, byggt á núgildandi
lagaheimildum og samningum við
eigendur og rétthafa hlunnindanna.
Leiðir: Bændasamtök Íslands,
sveitarfélög, félög veiðimanna,
landeigendur og félög þeirra myndi
samstöðu um að koma sjónarmiðum
rétthafa á framfæri við stjórnvöld.
Framgangur: Bændasamtök
Íslands fylgi málinu eftir.
» Fjármálaþjónusta og
skuldamál í landbúnaði
Markmið: Búnaðarþing 2012 ítrek-
ar ályktun frá fyrra ári um fjármál
bænda og átelur harðlega seinagang
við lausnir á skuldamálum bænda.
Þingið telur nauðsynlegt að horfa
til framtíðar og ljúka úrvinnslu mála
sem tengjast efnahagshruninu 2008
svo endurreisn geti hafist af krafti.
Sá seinagangur sem verið hefur
á lausnum skuldamála og sann-
gjörnum lagfæringum á stökk-
breyttum lánum fjölskyldna og
fyrirtækja, hefur frestað nauðsyn-
legum ákvörðunum um uppbygg-
ingu og atvinnusköpun til framtíðar.
Leiðir: Bændasamtökin gera kröfu
um að:
um aðferðir við mat á bújörðum er
taki mið af núverandi starfsemi og
ástandi jarðanna.
-
lit til eðlilegrar afkomu bænda og
endurnýjunar rekstrar- og fastafjár-
muna verði lagðar til grundvallar við
lausnir.
-
munandi rekstrareiningum þannig
að boðið verði upp á framtíðarlausnir
í lánamálum án tillits til bústærðar.
verði skýrir, skerði ekki réttindi
sem kunna að skapast við seinni tíma
úrskurði og/eða dóma. Gera verður
þá kröfu að fjárhagsleg endurskipu-
lagning sé til lengri tíma.
-
réttingar á verðtryggðum lánum með
sanngirnissjónarmið að leiðarljósi og
komi þær til móts við almenning og
bændur er sýndu ráðdeild og skyn-
semi við ákvarðanatöku á árunum
fyrir hrun.
skýrð í samræmi við ályktun eftir-
litsnefndar, sem starfar samkvæmt
lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í
þágu einstaklinga, heimila og fyrir-
tækja vegna banka- og gjaldeyris-
hrunsins, sem fram kom í skýrslu
nefndarinnar til efnahags- og við-
skiptaráðherra í september 2011.
-
starfsemi verði bætt með því að:
uppgreiðslugjöld lána.
við raunverulega umsýslu lánsins.
-
heimt við endurfjármögnun lána
milli lánastofnana.
Bændasamtökin vinni að því
að leita leiða til þess að takmarka
persónulega ábyrgð í landbúnaðar-
rekstri, m.a. með því að skilgreina og
veita ráðgjöf um heppilegt rekstrar-
form fyrir búrekstur og aðskilja
persónulegar eignir í meira mæli
frá búrekstri.
Framgangur: Búnaðarþing leggur
áherslu á að stjórn Bændasamtaka
Íslands beiti sér af fullum þunga
í þessum málum og leiti lausna í
samráði við önnur hagsmunasamtök.
» Kúasæðingar
Markmið: Búnaðarþing 2012 beinir
því til stjórnar BÍ að skoða kosti
og galla þess að sameina starfsemi
kúasæðinga á landinu öllu með það
að markmiði að ein og sama gjald-
skrá verði látin gilda fyrir alla.
Leiðir: Málið verði unnið í sam-
ráði við Búnaðarsamböndin og
Landssamband kúabænda.
Framgangur: Málið sent stjórn BÍ.
Niðurstaða liggi fyrir á næsta búnaðar-
þingi.
» Fæðuöryggi Íslands
Markmið
fæðuöryggi Íslands. Íslensk stjórn-
völd hafa aldrei farið skipulega yfir
fæðuöryggi landsins, ógnanir við það
og möguleg viðbrögð. Brýnt er að sú
vinna fari fram. Þessi mál hafa komið
til skoðunar víða í nágrannalöndum
okkar, en ekki af hálfu íslenskra stjórn-
valda, enn sem komið er.
Leiðir: Búnaðarþing skori á stjórnvöld
að móta stefnu um fæðuöryggi Íslands
í samstarfi við þar til bæra fagaðila.
Framgangur: Stjórn BÍ verði falið
að fylgja málinu eftir gagnvart stjórn-
völdum.
» Búvörusamningar
Markmið: Búnaðarþing 2012 skorar á
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
að hefja viðræður við Bændasamtök
Íslands um framlengingu gildandi
búvörusamninga.
Mikilvægt er að treysta rekstrarum-
hverfi bænda, skapa stöðugleika og
áframhaldandi framþróun viðkomandi
búgreina.
Leiðir: Búnaðarþing beinir því til BÍ
og þeirra búgreinafélaga sem málið
varðar að óska eftir viðræðum við
stjórnvöld um framlengingu búvöru-
samninga.
Framgangur: Bændasamtök Ísland
í samráði við viðkomandi búgreina-
félög fylgi málinu eftir gagnvart
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
» Viðskipti með greiðslu-
mark mjólkur
Markmið: Búnaðarþing 2012 beinir
því til sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra að fjölga markaðsdögum með
greiðslumark mjólkur þannig að þeir
verði a.m.k. þrír á ári.
Leiðir: Ályktuninni verði komið á
framfæri við sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra
Framgangur: Bændasamtök Íslands
vinni að málinu í samráði við
Landssamband kúabænda.
» Aðildarviðræður við
Evrópusambandið
Markmið: Búnaðarþing 2012
krefst þess að varnarlínur BÍ verði
virtar í aðildarviðræðum Íslands og
Evrópusambandsins. Stjórnvöld setji
tafarlaust fram samningsmarkmið sem
verndi með skýrum hætti hagsmuni
íslensks landbúnaðar.
Leiðir: Fulltrúar BÍ komi þessum
skilaboðum Búnaðarþings með skýr-
um hætti á framfæri í nefndarstörfum
vegna ESB-umsóknar stjórnvalda.
Stjórn BÍ komi þeim með sama hætti
á framfæri við íslensk stjórnvöld og
sendifulltrúa Evrópuríkja hérlendis.
Framgangur: Stjórn BÍ er falið að
vinna áfram að málinu af þunga.
» Kjarasamningar við
starfsfólk í landbúnaði
Markmið: Skýra umboð stjórnar BÍ
til að gera samninga fyrir hönd bænda
við stéttarfélög starfsfólks í land-
búnaði um lágmarkskjör og afmarka
gildissvið þeirra samninga.
Leiðir: Búnaðarþing 2012 heim-
ilar stjórn BÍ að gera leiðbeinandi
samninga um lágmarksstarfskjör á
bændabýlum og felur stjórn að vinna
að afmörkun verkefnisins.
Framgangur: Stjórn Bændasamtaka
Íslands er falið að vinna að málinu.
BÚNAÐARÞING
2012
ÁF
RA
M
ÍSL
EN
SK
UR
LA
ND
BÚ
NA
ÐU
R
Allt um Búnaðarþing
á bondi.is
Athygli er vakin á því að umfjöllun um Búnaðarþing 2012 er
að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is. Þar eru að-
gengilegar ræður við setningarathöfn, ályktanir þingsins og
fleiri gögn sem því tengjast.