Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012
skógræktar. Þá benti hann ráðstefnu-
gestum á að víða um land væru ónýtt
tækifæri varðandi uppsetningu heim-
arafstöðva, sem væru ódýrar í rekstri.
Varðandi notkun olíujurta til elds-
neytisframleiðslu taldi hann skorta á
kynbætur til að slík framleiðsla væri
réttlætanleg nema til manneldis og
fóðurgerðar. Þá fæli það í sér upp-
skeru seint á haustin þegar veður geta
verið rysjótt. Olíuframleiðsla úr grasi
og öðrum lífmassa væri allt annar
handleggur. Vísaði Elvar þar til sam-
vinnu sinnar við Þorbjörn Friðriksson
efnafræðing.
Þóroddur Sveinsson frá Land-
búnaðarháskóla Íslands rakti í sínu
erindi flæði næringarefna í búskap,
orkuvinnslu og áburði. Einnig upp-
runa og afdrif næringarefna á sauð-
fjár- og kúabúum. Rakti hann hvernig
hagnýta mætti búfjárúrgang til gas-
framleiðslu og um leið fá út áburð á
tún með hærra áburðargildi í hverri
þyngdareiningu. Á eftir Þóroddi lýsti
Þorbjörn Friðriksson möguleikum við
að búa til olíu úr lífmassa. Við slíka
framleiðslu þyrfti mikið af vetni sem
hægt væri að framleiða víða um land
og til þess þyrfti alls ekki stöðuga
og jafna orku. Vetninu er dælt inn
í vinnsluferlið við gösun á lífmass-
anum og útkoman er olía og fjöldi
annarra efna í framhaldinu. Allt yrði
þetta framleiðsla sem byggði á vist-
fræðilega hreinum grunni. Því væri
kjörið að nýta rennslisvirkjanir með
óstöðuga framleiðslu, vindorkuver og
fleira til að framleiða vetni til oliu-
framleiðslunnar.
Síðastur á mælendaskránni var
svo Sigurður Jónsson, formaður
Félags raforkubænda, sem ræddi um
áform og framtíðarsýn raforkubænda.
Var greinilegt að Sigurður sá mikla
möguleika fyrir orkubændur að virkja
það sem áður hefur verið talið lítt
fýsilegt og að breyta orku frá „óstöð-
ugum“ virkjunum í vetni til áfram-
vinnslu á fljótandi eldsneyti. /HKr.
Þóroddur Sveinsson.
Ungar konur úr landbúnaðargeiranum sýndu orkumálaumræðunni mikinn
áhuga ekki síður en karlpeningurinn.
Þorbjörn Friðriksson efnafræðingur í ræðustól en hann naut aðstoðar Þor-
steins sonar síns við að stýra tökkunum á tölvunni.
Sigurður Jónsson.
Ráðstefna um búorku og mögu-
leika landbúnaðarins í orkufram-
leiðslu framtíðarinnar var haldin
á Hótel Sögu föstudaginn 9. mars
sl.
Á ráðstefnunni voru haldin
fjölbreytt erindi en glærur fyrir-
lesaranna eru aðgengilegar á vef
Bændasamtakanna, www.bondi.is.
Efni frá búorkuráðstefnu
á bondi.is
Þó sumir létu sig dreyma um virkjanir,
olíuframleiðslu og heita potta sem
kynntir væru með varmadælu, þá var
Margrét Ingjaldsdóttir ekkert að slá
slöku við á ráðstefnunni og prjónaði
af miklum móð.