Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 30

Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 30
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR30 Óhætt er að segja að enginn fram bjóðandi utan stóru flokkanna tveggja hafi á síðari tímum náð við líka árangri í forseta kosningum og auð- kýfingurinn Ross Perot frá Texas, sem hlaut hátt í fimmtung at kvæða í for seta kosningunum árið 1992. Teddy Roosevelt hafði að vísu náð öðru sætinu í kosn ingum áttatíu árum fyrr, 1912, en hann hafði áður gegnt forseta embættinu í eitt kjö rtímabil og Framfara flokkur hans var ein fald lega klofnings- fram boð úr Repúblikana- flokknum eftir að hann tapaði í for vali flokksins. Sérstaða Perots árið 1992 lá hins vegar ekki síst í því að hann hafði engan flokk í kringum sig og hafnaði slíkum umleitunum. Í krafti gríðarlegra auðæfa gat hann hins vegar komið sér á framfæri um allt land og nýtti sér sjónvarp óspart þar sem hann var gestur í ótal spjall- þáttum og lýsti meðal annars yfir framboði sínu í beinni útsendingu hjá Larry King. Baráttumál hans voru að koma elítunni, þingmönnum, fjöl- miðlum og dómstólum frá völdum. Hinn almenni borgari átti hins vegar að fá að koma sínum málum beint til forseta sem myndi framkvæma vilja fólksins. Perot átti upp á pallborðið í fyrstu og mældist efstur í könnunum nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar, sem opnaði honum leið inn í sjónvarps- kappræður með Bill Clinton og George Bush eldri. Perot sigraði auðvitað ekki, en það þarf ekki fjörlegt ímyndunarafl til að gefa sér að framboð hans hafi haft veruleg áhrif á vonir Bush um endurkjör. Fjórum árum seinna bauð Perot sig fram á ný, að þessu sinni með flokk að baki sér, en hann náði ekki sömu hæðum og áður. Hann hlaut engu að síður átta prósent atkvæða. Þó að tvíflokkurinn hafi ráðið lögum og lofum alla tíð í banda- rískum stjórnmálum hafa komið fram fjölmargir og fjölbreytilegir flokkar í áranna rás. Green Party: Fjölmennur vinstri sinnaður umhverfisverndarflokkur sem hefur verið afar virkur. Libertarian Party: Berst fyrir klassískum frjálshyggjugildum, þ.e. einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskiptum og lægri sköttum. Constitution Party: Berst gegn fóstureyðingum, réttindum samkynhneigðra, lögum um byssueign og skattlagningu. Eru hlynnt verndarstefnu í viðskiptum og berjast fyrir „hefðbundnum kristnum fjölskyldugildum“. Prohibition Party: Vilja banna áfengissölu. US Marijuana Party: Vilja lögleiða kannabisefni. American Nazi Party: Bandarískir nasistar. Peace and Freedom Party: Friður, frelsi, jafnrétti og náttúra. Communist Party USA: Bandarískir kommúnistar. F orsetakosni ngar í Banda ríkjunum fara fram næst komandi haust þar sem demó- kratinn Barack Obama sækist eftir endur kjöri, en repú blikanar hafa borist, og berast enn, á bana spjótum í for- vali flokksins. Ekkert bendir til annars en að sigur vegarinn muni koma úr röðum annars hinna stóru flokka sem hafa borið ægis hjálm yfir banda rískum stjórn málum allt frá miðri nítjándu öldinni. Að grunni til er fjöl flokka- kerfi við lýði í Bandaríkjunum. Ýmsir kerfis bundnir þættir hafa hins vegar orðið til þess að stóru flokkarnir tveir hafa náð eins miklum yfir burðum og raun ber vitni. Orsakir þess hve erfitt hefur verið upp dráttar fyrir „þriðju flokkana“ svo kölluðu má rekja allt aftur til lýð veldis stofnunar. Upphaf flokkakerfisins Landsfeður Bandaríkjanna sáu ekki fyrir sér, þegar stjórnar- skráin var rituð á níunda ára tug 18. aldar, að hlutverk stjórnmála- flokka við stjórnun landsins yrði eins víðtækt og raunin varð. Flestir forystumenn landsins komu einmitt úr röðum þessa frumkvöðla á fyrstu árunum og áratugunum eftir að sjálf stæðið var í höfn. Þó var tekist á um hvernig stjórn landsins skyldi háttað, það er hvort miðstýrð alríkisstjórn ætti að vera miðpunktur stjórnkerfisins eða ekki. Í kringum þá grundvallar- spurningu mynduðust svo fyrstu flokkarnir. Eftir því sem á leið 19. öldina skiptust Demókratar og Viggar (Whigs) á forsetastólnum, en Viggar liðu undir lok um miðja öldina og Repúblikanar tóku þeirra sess sem hinn stóri flokkurinn. Þessi skipan mála hefur haldist alla tíð síðan og hafa flokkarnir haldið meiri hluta í báðum deildum þingsins og af 30 for- setum frá árinu 1853 hafa 18 verið úr röðum repúblikana og 12 demó kratar. Kerfið hyglir þeim stóru Í flestum kosningum í Banda- ríkjunum er kosið í ein- mennings kjör dæmum, þar sem stjórnmála fræðin segir flest vinna með fárra flokka kerfi. Vel þekktar kenningar félags- fræðingsins Maurice Duverger segja að mjög líklegt sé að tveggja flokka kerfi þróist út frá þess háttar kosninga- kerfi. Litlar líkur eru á að litlir flokkar komist að og þess vegna velja kjósendur frekar þann hinn stærri og sigur stranglegri flokka sem stendur þeim næst í stað þess að „kasta atkvæði sínu á glæ“ í stuðningi við önnur framboð. Þetta hefur auk þess þau áhrif að flokkarnir þróast út í það að vera afar víð tækir og hvor þeirra hýsir fólk með ákaf lega mis- munandi skoðanir. Innan Repú- blikana flokksins eru til dæmis allt frá harðasta íhalds fólki í sam félags legum efnum líkt og mál efnum tengdum samkyn- hneigðum og getnaðarvörnum, svo fátt eitt sé nefnt, yfir í hreintrúað frjálshyggjufólk sem telur að ríkið eigi ekkert með að vasast í málefnum borgaranna og eru margir þar í hópi til dæmis hlynntir lögleiðingu eiturlyfja sem íhaldsmenn mega ekki heyra minnst á. Innan Demókrataflokksins er svo vissulega íhaldssamur armur og fólk sem þykir hallt undir beit- ingu hervalds, í bland við fólk sem er mjög langt til vinstri í sam- félagsmálum og telur að hlutverk stjórnvalda ætti að vera umfangs- meira og víðfeðmara, meðal ann- ars með öflugra velferðarkerfi. Af þessu hlýst ákveðið tregðu- lögmál sem torveldar framgang annarra en repú blikana og demókrata og sér ekki fyrir endann á því. Utangarðs en ekki áhrifalausir Jafnvel þó að frambjóðendur utan stóru flokkanna hafi sjaldnast sigrað í kosningum er ekki hægt að segja að þeir hafi ekki haft áhrif á úrslit. Eins og fram kemur annars staðar á þessari síðu varð klofn- ings fram boð repúblikans Teddys Roosevelts árið 1912 til þess að tryggja demó kratanum Woodrow Wilson sigur í kosningunum. Þá gæti fylgi Ross Perots árið 1992 hafa valdið því að George Bush eldri náði ekki endur kjöri og margir voru á því að framboð neytenda frömuðarins Ralphs Nader hafi riðið bagga muninn í hinu sögufræga kjöri árið 2000 þegar George Bush yngri sigraði Al Gore. Þess háttar söguskoðun er einmitt til þess fallin að styrkja goðsögnina um að atkvæði greidd öðrum flokkum falli dauð og séu frekar vatn á myllu þeirra sem fjærst standa viðkomandi kjósanda. Á seinni hluta 20. aldar jókst fylgið við frambjóðendur utan stóru flokkanna. Milli 1936 og 1964 var meðalfylgi „þriðju fram- boðanna“ aðeins um 1,5% en frá 1968 til 1996 var meðalfylgið 7,5%. Geta sett strik í reikning risanna Máttur þessa rótgróna kerfis sést einna best á því að það heldur velli þrátt fyrir að flestir almennir kjósendur séu þeirrar skoðunar að breytinga sé þörf. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu misseri sýna svo að ekki verður um villst að fólk treystir stóru flokkunum síður og rúmur helmingur kjósenda, í báðum stóru flokkunum, er á þeirri skoðun að þörf sé fyrir þriðja valkostinn á bandaríska stjórnmálasviðinu. Það hefur þó ekki orðið til þess að efla veg annarra flokka eða óháðra fram bjóðenda. Til dæmis eru allir 435 þing menn í fulltrúa deild þingsins innan vé banda Demó krata flokksins eða Repú blikana flokksins og aðeins tveir af 100 öldunga- deildar þingmönnum eru óháðir, en eru þó báðir í banda lagi með demókrötum. Fyrirsjáanleg framtíð Ekki er heldur mikilla tíðinda að vænta í kosningunum í haust þar sem enginn máls metandi fram- bjóðandi hefur gert sig líklegan hingað til. Helstan má nefna Gary Johnson, fyrrum ríkisstjóra Utangarðs í ríki risanna tveggja Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í haust þar sem nær fullvíst er að sigurvegari komi annað hvort úr hópi repúblik- ana eða demókrata. Aðrir hópar hafa farið halloka í bandarískum stjórnmálum í rúm 150 ár og fátt bendir til þess að breyting verði á í bráð. Þorgils Jónsson kynnti sér tilurð og þróun bandaríska flokkakerfisins og stöðu hinna svokölluðu þriðju flokka. TVEGGJA FLOKKA EINRÆÐI Repúblikanar og demókratar hafa haft algera stjórn á bandarískum stjórnmálum í meira en eina og hálfa öld. Asninn er einkennisdýr demókrata og fíllinn er einkennisdýr repúblikana. NORDICPHOTOS/AFP ■ FJÖLBREYTTIR VALKOSTIR GRÆNINGI Ralph Nader bauð sig fram fyrir Green Party. ■ MILLJARÐAMÆRINGURINN SEM FÓR SÍNAR EIGIN LEIÐIR LEGGUR VIÐ HLUSTIR Ross Perot sagðist myndu hlýða á rödd hins almenna borgara. Hann náði þó ekki kjöri. Atkvæðinu kastað á glæ Eins og með mörg af umdeildustu þjóðfélagsmálum Bandaríkjanna eru það höfundar þáttanna um Simpsonfjölskylduna góðkunnu sem hafa varpað hvað skörpustu ljósi á meinsemdir og það sem virðist óumflýjanleika tveggja flokka kerfisins. Í einum þættinum, sem gerist í aðdraganda forseta- kosninganna árið 1996, er fram bjóðendum flokkanna, þeim Bill Clinton og Bob Dole, rænt af geimverunum Kang og Kodos sem dulbúast sem Clinton og Dole og hyggjast taka öll völd á jörðinni og hneppa jarðarbúa í ánauð. Á kjördag kemur Hómer upp um áformin en geimverurnar tvær segja borgurunum að þau eigi engra kosta völ. „Við erum með tveggja flokka kerfi. Þið verðið að velja annað okkar!” Þegar einn úr hópi viðstaddra segist munu kjósa frambjóðanda frá þriðja flokki segja geimverurnar hlæjandi: „Allt í fína. Sóaðu bara atkvæðinu!” Og viti menn. Kang var kjörinn forseti. Nýju Mexíkó, sem sækist eftir að leiða Frjálshyggju flokkinn, Libertarian Party. Hann réri að því í fyrra að ná útnefningu repúblikana, en náði ekki hylli flokksmanna og skipti því um flokk. Þrátt fyrir óánægju almennings með ríkjandi á stand er erfitt að sjá fyrir stór kost legar breyt- ingar í nánustu framtíð. Fyrir utan hina kerfis bundnu þætti sem þegar hafa verið reifaðir, er fullkomlega ljóst að velgengni í bandarískum stjórnmálum er háð skipulagningu á mannafla, sem stóru flokkarnir hafa umfram alla aðra, og síðast en ekki síst fjármagni, nú sem aldrei fyrr. Fréttir herma að Obama forseti muni hafa milljarði dala úr að moða í kosningabaráttunni og Mitt Romney, sem er líklegastur um þessar mundir til að hljóta útnefningu repúblikana, er sjálfur vellauðugur fyrir utan það sem honum mun safnast fyrir stóru átökin. Breytingar eru, þegar allt kemur til alls, undir kjósendum komnar, en hins vegar eru svo margir meðvirkandi orsakaþættir að þeirra verður eflaust langt að bíða. ■ TVEGGJA FLOKKA KERFIÐ ÓUMFLÝJANLEGT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.