Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2012, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 04.02.2012, Qupperneq 76
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR44 timamot@frettabladid.is 24 tíma vakt Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 Sími 551 3485 ÞEKKING –REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, Katrín Jónsdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti, laugardaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Ásgeir Ö. Jóhannsson Hanna Lilja Jóhannsdóttir Lúðvík Ö. Steinarsson Hjördís Hildur Jóhannsdóttir Ellert K. Schram og barnabörn. Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra móðurbróður og frænda, Jóns Brynjólfssonar Blönduhlíð 16, Reykjavík, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. María J. Guðmundsdóttir Gíslína Sigurbjörg Kauffman Brynjólfur Guðmundsson og fjölskyldur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, Guðmundar Gíslasonar Efstaleiti 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki á deild 2D á Sóltúni. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Adolphsdóttir Móðir mín, tengdamóðir og amma, Geirlaug Jónsdóttir Hrafnistu, lést 31. janúar. Jarðarför fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 13.00 frá Digraneskirkju. Birgir Sigurðsson Sólveig Bjarnþórsdóttir Nanna Lára Sigurjónsdóttir Merkis- atburðir 1792 George Washington er kosinn 1. forseti Bandaríkjanna. 1898 Holdsveikt fólk á Íslandi er sett í sóttkví með lögum. 1947 Ný ríkisstjórn undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar tekur við völdum á Íslandi. 1961 Verslunarbankinn er stofnaður upp úr Verslunarsparisjóðn- um. 1968 Fárviðri gengur yfir Vestfirði sem verður 25 sjómönnum að grandi. 1976 Vetrarólympíuleikarn- ir 1976 hefjast í Inns- bruck í Austurríki. 2007 Þjóðverjar vinna heimsmeistaratitil í handbolta á heima- velli. 45 „Við sem höfum okkar barnatrú þekkj- um biblíusögur sem hafa hjálpað okkur í gegnum hvers konar sorgir og átök í lífinu. Það er yndislegt. Okkur langar að sýna aðeins í hvers konar samhengi þessar sögur eru í hinni stóru sögu Biblíunnar,“ segir Manfred Lemke, prestur í kirkju sjöunda dags aðvent- ista á Íslandi. Hann er einn þeirra sem stendur að sýningunni Biblían í þrívídd - Rúmast biblían í Hörpu? sem hefst í Hörpunni í dag og verður opin til 16. febrúar, milli klukkan 10 og 22. Sýningin er í salnum Rímu, sem er á jarðhæð og snýr út að höfninni. Man- fred segir hana skiptast í níu bása og ekki snúast um fróðleik heldur frekar upplifun. „Þar er gott að setjast inn og hugsa,“ segir hann. Manfred bendir á að meðal íslensku þjóðarinnar sé sterk trúar- og sagna- hefð. Húslestrar voru viðtekin venja á íslenskum heimilum fram á síðustu öld, þar sem andleg rit voru lesin og sálmur sunginn. Áhrif Biblíunnar á íslenska tungu séu mikil. „Það er óhætt að segja að íslensk menning sé að hluta til mótuð af kristinni arf- leifð,“ segir hann. Þótt ekki verði um eiginlega hús- lestra að ræða í Hörpu verður þar 80 mínútna dagskrá níu kvöld meðan á sýningunni stendur, sú fyrsta mánu- daginn 6. febrúar. Hver kvölddagskrá er þrískipt. Þær hefjast á erindi um þjóðfélagsleg efni, einhver af helstu kórum landsins kemur fram og að lokum verður fyrirlestur um efni sem tengist einum af níu básum sýningar- innar. Manfred segir upphafserindin í dagskrá hvers kvölds eiga að verða jákvætt innlegg í umræðu líðandi stundar og nefnir meðal fyrirlesara þau Gunnar Hersvein heimspeking, Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur kenn- ara. Tónlistin tengist viðfangsefninu hverju sinni en Garðar Cortes sér um hana. Biblíulegur fyrirlesari öll kvöldin er Janos Kovacs-Biro, prestur frá Ung- verjalandi. Erindi hans verða flutt á ensku en textanum verður varpað á skjá. „Janos er ekki einn þeirra sem þykist vita öll svör en hann er fróður, meðal annars um Ísland, og á auðvelt með að tengja efni sitt íslenskum raun- veruleika,“ segir Manfred. Kvölddagskráin fer fram í salnum Kaldalóni og hefst klukkan 20 nema laugardaginn 11. febrúar, þá byrjar hún klukkan 16. Manfred tekur fram að bæði sýningin og kvölddagskrá- in séu ókeypis og öllum opin og telur hvort tveggja höfða til allra aldurs- hópa. gun@frettabladid.is MANFRED LEMKE: STENDUR AÐ BIBLÍUSÝNINGU SEM HEFST Í DAG Í HÖRPU Íslensk menning að hluta til mótuð af kristinni arfleifð PRESTUR KIRKJU SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA „Þjóðinni er boðið til sýningar um hina stóru sögu Biblíunnar,“ segir Manfred. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Harry Eddom, 26 ára stýrimaður, komst einn lífs af þegar breski togarinn Ross Cleveland fórst í ofviðri í Ísafjarðardjúpi og með honum nítján skipverjar. Eddom mátti þola hrakninga á sjó og landi í hálfan annan sólarhring áður en hann fannst. Fyrst lenti hann í 10 til 12 klukku- tíma volki á björgunarbáti, síðan tók við löng ganga að húsi sem reyndist mannlaust og köld nótt undir veggjum þess í hríðarbyl. Morguninn eftir hitti hann smala af næsta bæ og var þar með hólpinn. Gríðarleg samkeppni var meðal fjölmiðla um myndir af Eddom og konu hans Ritu sem kom á sjúkrahúsið á Ísafirði til fundar við mann sinn. Um fjörutíu breskir fréttamenn komu til landsins vegna máls- ins og átti starfsfók sjúkrahússins fullt í fangi með að verjast þeim innrásarher. ÞETTA GERÐIST: 4. FEBRÚAR 1968 Komst einn lífs af þegar Ross Cleveland fórst Þorsteinn Guðmundsson leikari á afmæli í dag. „Ég er ekki hálfviti, ég hef aldrei kýlt neinn, oft snyrtilegur til fara, kvæntur konu sem passar að ég geri engar vitleysur, stundvís og kattþrifinn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.