Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 82

Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 82
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR50 Úlfur, er hugmyndin um litla skrímslið komin frá þér? „Já, en það eru þrjú og hálft ár síðan svo ég man ekki skýrt hvernig hún varð til. Ég held samt að það hafi verið út af fæðingu litlu systur minnar. Ég sagði mömmu sögu um strák sem eignaðist litla syst- ur sem var skrímsli og vildi éta mömmu sína og pabba.“ Þótti þér ekki vænt um þessa systur þína? „Jú, jú, þegar ég var búinn að venjast því að eiga hana. Hún er þriggja ára og við erum alveg góðir vinir í dag.“ Finnst þér gaman að leika við hana? „Já, þegar við erum í stuði. Við leikum okkur stundum þannig að hún þykist vera skrímsli sem eltir mig og á kvöldin leik ég kannski trúð og þá hlær hún rosalega.“ Ertu búinn að fara á æfingar á leikritinu í Norræna húsinu? „Ég hef pínulítið fylgst með. Bæði mamma og amma eru að vinna við það og ég hugsa að ég fari á frumsýningu, þá er allt orðið tilbúið.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar að vinna eitthvað í kringum kvikmyndir. Ég er mikið fyrir tölvutækni og að leika mér með forrit. Mig langar kannski að verða kvikmynda leikstjóri eða leikari.“ Hefur þú leikið? „Ekki í kvik- mynd en í skólanum var ég í hlutverki Gátta þefs þegar allir í bekknum léku jóla sveina í Salnum í Kópa vogi. Svo hef ég líka leikið í kirkju. Það var atriði úr Biblíu sögunum.“ Kanntu vel við þig á sviði? „Svona ágætlega. Ég er pínu feiminn en ég reyni að einbeita mér að leikritinu og skila því vel.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í Waldorf-skólanum í Lækjar- botnum. Byrjaði í 1. bekk í Langholtsskóla en skipti svo.“ Ferðu í rútu í skólann? Já, En við förum aldrei strax inn í kennslustofuna um leið og við mætum heldur byrjum öll á morgunsöng.“ Hvert er uppáhaldsfagið þitt? „Það er tálgun. Mér finnst hún skemmtilegust. Ég er núna að tálga skeið og ég er búin að gera hreyfil sem snýst.“ Eruð þið mörg í bekk? „Við erum sextán því fjórða og fimmta bekk er blandað saman. Þetta eru krakkar víða að af höfuðborgarsvæðinu, sumir eiga heima í Kópavogi, aðrir í Mosfellsbæ og nokkrir eiga heima nálægt mér í Voga- hverfinu.“ Hefur ekki verið mikill snjór í Lækjarbotnum í vetur? „Jú, jú. En við höfum alveg lifað af.“ krakkar@frettabladid.is 50 Ég sagði mömmu sögu um strák sem eignaðist litla systur sem var skrímsli og vildi éta mömmu sína og pabba.“ Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is HTTP://WWW.NAMSGAGNASTOFNUN.IS/KRAKKASIDUR/ er síða þar sem krakkar finna margt forvitnilegt, meðal annars um dýrin í náttúrunni. Móðirin: „Óskar, þú átt að biðja fólk að rétta þér fatið, en ekki teygja þig þvert yfir borðið eftir kökunum. Ertu ekki með tungu í munninum, drengur?“ „Jú, jú, en handleggurinn er lengri.“ Móðirin: „Andri minn, af hverju er litli bróðir þinn að gráta?“ Andri: „Af því að ég vil ekki gefa honum af namminu mínu.“ Móðirin: „Er nammið hans alveg búið?“ Andri: „Já, og hann fór líka að grenja þegar ég át það.“ „Trúir þú á endurholdgun?“ „Já, og í næsta lífi ætla ég að verða dýna.“ „Dýna? Af hverju í ósköpunum?“ „Þá get ég legið í rúminu allan daginn.“ Spilið Svarti Pétur er fyrir tvo til tíu spilara og hentar vel börnum. Öll 52 spilin í stokknum eru notuð nema laufgosinn, sem tekinn er úr, en spaðagosinn er nefndur Svarti Pétur. Einn gefur og spilararnir byrja á að finna samstæður í sínum spilum, tvær fimmur, tvo kónga og svo framvegis og leggja til hliðar á borðið. Ekki má samt nota spaðagosann í sam- stæðu, heldur fleygja rauðu gosunum saman. Svo draga spilararnir hver af öðrum, eitt spil í einu og freista þess að fá samstæðu. Sá sem er á vinstri hönd við þann sem gaf er í forhönd og dregur spil af þeim sem gaf. Ef hann fær við það samstæðu tekur hann hana frá. Síðan dregur sá næsti eitt spil af honum og þannig koll af kolli. Enginn má sjá spilin hjá öðrum því Svarti Pétur (spaðagosinn) á að fara huldu höfði. Spilið gengur út á að losna við öll spilin en sá sem er með spaðagosann á hendi í lokin verður Svarti Pétur. Svarti Pétur síðastur STUNDUM ÞYKIST HÚN VERA SKRÍMSLI SEM ELTIR MIG Þegar Úlfur Elíasson var fimm ára og nýbúinn að eignast litla systur skáldaði hann sögu um strák sem eignast systur er reynist vera skrímsli. Nú er sagan orðin að listrænu leikverki sem verður frumsýnt í dag í Norræna húsinu. Mig langar að vinna við eitthvað í kringum kvikmyndir. Ég er mikið fyrir tölvutækni og að leika mér með forrit,“ segir Úlfur Elíasson nemandi í Waldorfskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.