Heimilisritið - 01.06.1946, Page 18

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 18
í einu þagnar hann í miðju kafi, síðan rekur hann upp undarlegt hljóð og glápir. Við lítum snöggv- ast upp og sjáum surtana tvo koma til okkar í rólegheitum. „Guð komi til!“, segir sá gamli. „Fingall, hvað er nú þetta?‘-‘ Ég hef aldrei séð slíkan svip á andliti nokkiírs manns, eins og þann, sem var á andliti stýri- manns. Þrisvar opnaði liann munninn til að tala og lo’kaði hon- um alltaf aftur, án þess að segja nokkuð. Æðarnar á enni hans þrútnuðu ógurlega, og kinnarnar voru rauðar og útblásnar. „Þetta er hárið á Bill Causins“, segir skij>stjóri við sjálfan sig. „Það er hárið á Bill Causins. Það er hárið — Bob gengur til hans og Bill haltrar á eftir, nemur staðar frammi fyrir skipstjóra og tekst að setja upp einskonar bros. „Vertu ekki að gretta þig fram- an í mig“, hrópar skipstjóri. „Hvað á þetta að þýða? Hvernig hafið þið farið með ykkur?“ „Engan veginn, herra skip- stjóri“, segir Bill auðmjúklega, „það var farið svona með okkur“. Timburmaðurinn, sem rétt í þessu var að fást við leka tunnu, skalf eins og lauf í vindi og sendi Bill augnatillit, sem hefði getað hrært steinhjar-ta. „Hver gerði það?“ spyr skip- stjóri. 16 „Við urðum fyrir hroðalegri á- rás, herra skipstjóri“, segir Bill og gerði allt, sem hann gat, til að forðast auga stýrimanns, en það var ekki auðvelt. „Ég gæti trúað því“, segir skip- stjóri, „og þið hafið verið barðir í þokkabót“. „Já“, segir Bil'l kurteislega, „við Bob fórum í land í gærkvöldi til þess ,að skoða okkur um. Þá réð- ust fimm útlendingar allt í einu á okkur“. „Hvað heyri ég!“ segir skip- stjóri, en ég vil ekki hafa eftir, það sem stýrimaður sagðí. „Við börðumst eins lengi og við gátum“, segir Bill, „en að síðustu vorum við báðir slegnir í rot, og þegar við röknuðum við, var búið að fara svona með okkur“. „Hverskoríar menn voru þetta?“ spyr skipstjóri æstur. „Sjóarar“, segir Bob, „Hollend- ingar eða Þjóðverjar, eða ein- hverjir slíkir“. „Var einn þeirra hávaxinn með ljóst skegg?“ spyr skipstjóri og verður æstari og æstari. „Já, herra skipstjóri“, segir Bill og það er undrun í röddinni. „Sami lýðurinn“, segir skipstjóri. „Sami lýðurinn og réðist á Fingall, það er klárt mál. Fingall, þú varst sannarlega heppinn að vera ekki litaður svartur líka“. Ég hélt að stýrimaður myndi springa. Ég get ekki skilið hvernig HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.