Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 63

Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 63
Myrna Loy, sem kjörin hefur ver- ið „hin sanna eiginkona í kvikmynd- um“, er skilin við mann sinn, Gene Markey kvikmyndaframleiðanda. — Myma er 40 ára, rauðhærð og lag- leg, og hefur tvisvar verið gift áður. Markey hafði áður verið kvæntur kvikmyndastjörnunum Joan Benn- ett og Hedy Lamarr. Benny Goodman fer með hljómsveit sína til Evrópu á iiR'sta ári og ætlar að spila í öllum stærstu borgum álfunnar. * Kvikmyndaleikararnir Madaleine Carroll og Stirling Hayden eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Hann er ný- kominn úr hernum og fékk þar mjög eftir- sótt heiðursmerki fyrir hugdirfsku. Franski gamanleikarinn Maurice Che- valier, sem lék lengi í amerískum kvik- myndum, var tekinn fastur í stríðslokin og sakaður um að hafa haft samvinnu við Þjóðverja. Iíann var sýknaður eftir nokkurn málarekstur og dvelur nú í Nizza. * Kvikmyndaleikkonan Sylvia Sidney, sem er 37 ára að aldri, skildi nýlega yið Luther Adler, 5 árum eldri, eftir að ]>au höfðu verið gift í 7% ár og eignazt einn son. Luther er sonur gyðingsins Jacob Adl- ers, sem var mjög frægur leikari á sínum tíma. HoIIywood hefur fengið þrjár stjörnur frá Svíþjóð, þær Gertu Garbo. Ingrid Bergman og Signe Hasso. Fleiri munu vera ,.í pönt- un“ Hinsvegar eru Svíar nú að fá ýmsar danskar filmstjörnur til sín. Til dæmis leika þau Marguerite Viby, Max Han- sen, Ib Schönberg o. fl. meira um þessar mundir í Svíþjóð en í Danmörku. Marlene Dietrich kom til Berlínar í vor og hitti móður sína þar eftir 12 ára að- skilnað. Þaðan fór hún til Parísar og mun nú vera að leika þar í franskri kvik- mynd með Jean Gabin, en þau hafa ein- mitt Iöngum verið bendluð hvort við ann- að í Hollywood. Elliott Roosevelt, sonur Roose- velts heitins Bandaríkjaforseta, er að skrifa bók, sem á að heita „Bókin um hugsanir föður míns“. * Einn frægasti rithöfundur Banda- ríkjanna er William Saroyan, og hafa verið þýddar nokkrar smásögur eft- ir hann á íslenzku og þær birzt m. a. hér og í „Vinnunni". Hann eigriaðist dóttur með Carol konu sinni 11. jan- úar s.l. ❖ Anita Colby, sem hefur verið eft- irlæti ljósmyndara í mörg ár, hefur hlotið titilinn „fríðasta stúlkan í Ameríku". :k Rithöfundurinn Erich Maria Remarque, hefur nú, eftir 17 ár, sagt, að bók sín, „Ekkert að frétta frá vesturvígstöðvunum“, hafi ekki átt að vera áróður gegn stríði, heldur aðeins sálræn lýsing á því, þegar æskumaðurinn stendur augliti til auglitis við dauðann. Hann segir, að „eftir tuttugu ár minnist hermaður- inn stríðsins eins og stórfenglegs ævintýris". HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.