Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 35
inn var sýnilega óstyrkur. Hún
reisti sig upp aftur, en varð svo
fótaskortur og datt.
Rory kastaðist af baki og velt-
ist um í hávöxnu grasinu.
Þegar þau komu til hans, var
Morse kominn á undan. Hrvssan
var að reyna að rísa á fætur.
Blóðið vætlaði úr munni Rorys, og
hann var náfölur.
— Hann er dáinn, hvíslaði Brig-
id og kraup á kné.
— Nei, alls ekki. Hann hefur
bara slasast eittkvað, sagði Morse
fljótmæltur.
Gordon sagði: — Hreyfið hann
ekki. ITjálpið hryssunni, Morse.
Brigid, farðu og hringdu eftir
lækni. Nei, ekki lyfta undir hnakk-
ann á honum.
Rory opnaði augun: — Hvérnig
fór — fór ég með Monu? spurði
hann með erfiðismunum. Svo lok-
aði hann augunum.
Og iMorse sagði: — Hann hefur
misst meðvitundina aftur.
— Nei, hvíslaði Rory hásum
rómi. — Ég er að hugsa — Brigid
— náðu í hana mömmu þína —
segðu henni að ég myndi ekki fá
það af mér — að láta sækja hana
til mín í andarslitrunum — ég er
ékki að dauða kominn — En skolli
er þetta samt sárt.
BRIGID gekk hægt niður stig-
ann. Það var orðið framorðið. Ein-
hvers staðar utan að barst vndis-
legur fuglasöngur. Klukkan á
stigapallinum var að slá. Læknir-
inn var kominn. Og Helen.
Hún var föl, þegar hún kom, og
hárið allt í óreiðu (það var í fyrsta
skipti, sem Brigid hafði séð hana
ógreidda). Hún hafði hlaupið upp
stigann.
— Er hann mikið slasaður, lækn-
ir?
— Sussu nei, Helen mín. Hann
er bara rifbrotinn, og hann hefur
áður lent í öðru eins. En hann er
alltaf að spyrja um þig.
Helen sá ekki Brigid, þar sem
hún stóð úti í dimmu horni í for-
stofunni. En Brigid heyrði hana
reka upp lágt óp, þegar hún kom
inn í herbergið til Rory. — Rory
— Rory — veslings kjáninn
þinn —.
Rory sagði: — Ég var ekki viss
um, hvort þú myndir koma —.
— Þú máttir vita, að ég myndi
koma. Ó! Rory, því þarftu nú
alltaf að velja örðugustu leiðina?
— Ég ætlaði mér ekki að haga
mér svona, Helen. Ég hef verið
utan við mig, síðan þú fórst. Ég
hef verið að reyna að flýja sjálf-
an mig. Ég var að reyna að leyna
sjálfan mig því, sem ég hef alltaf
vitað frá því fyrsta. — Ég hef ver-
ið andstyggilegur við þig.
—r Svona, svona. Talaðu ekki of-
mikið, Rory. Finnurðu mikið til?
Ó, veslings strákurinn minn.
— Já, það er nokkuð sárt. En
HEIMILISRITIÐ
2fi