Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 35

Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 35
inn var sýnilega óstyrkur. Hún reisti sig upp aftur, en varð svo fótaskortur og datt. Rory kastaðist af baki og velt- ist um í hávöxnu grasinu. Þegar þau komu til hans, var Morse kominn á undan. Hrvssan var að reyna að rísa á fætur. Blóðið vætlaði úr munni Rorys, og hann var náfölur. — Hann er dáinn, hvíslaði Brig- id og kraup á kné. — Nei, alls ekki. Hann hefur bara slasast eittkvað, sagði Morse fljótmæltur. Gordon sagði: — Hreyfið hann ekki. ITjálpið hryssunni, Morse. Brigid, farðu og hringdu eftir lækni. Nei, ekki lyfta undir hnakk- ann á honum. Rory opnaði augun: — Hvérnig fór — fór ég með Monu? spurði hann með erfiðismunum. Svo lok- aði hann augunum. Og iMorse sagði: — Hann hefur misst meðvitundina aftur. — Nei, hvíslaði Rory hásum rómi. — Ég er að hugsa — Brigid — náðu í hana mömmu þína — segðu henni að ég myndi ekki fá það af mér — að láta sækja hana til mín í andarslitrunum — ég er ékki að dauða kominn — En skolli er þetta samt sárt. BRIGID gekk hægt niður stig- ann. Það var orðið framorðið. Ein- hvers staðar utan að barst vndis- legur fuglasöngur. Klukkan á stigapallinum var að slá. Læknir- inn var kominn. Og Helen. Hún var föl, þegar hún kom, og hárið allt í óreiðu (það var í fyrsta skipti, sem Brigid hafði séð hana ógreidda). Hún hafði hlaupið upp stigann. — Er hann mikið slasaður, lækn- ir? — Sussu nei, Helen mín. Hann er bara rifbrotinn, og hann hefur áður lent í öðru eins. En hann er alltaf að spyrja um þig. Helen sá ekki Brigid, þar sem hún stóð úti í dimmu horni í for- stofunni. En Brigid heyrði hana reka upp lágt óp, þegar hún kom inn í herbergið til Rory. — Rory — Rory — veslings kjáninn þinn —. Rory sagði: — Ég var ekki viss um, hvort þú myndir koma —. — Þú máttir vita, að ég myndi koma. Ó! Rory, því þarftu nú alltaf að velja örðugustu leiðina? — Ég ætlaði mér ekki að haga mér svona, Helen. Ég hef verið utan við mig, síðan þú fórst. Ég hef verið að reyna að flýja sjálf- an mig. Ég var að reyna að leyna sjálfan mig því, sem ég hef alltaf vitað frá því fyrsta. — Ég hef ver- ið andstyggilegur við þig. —r Svona, svona. Talaðu ekki of- mikið, Rory. Finnurðu mikið til? Ó, veslings strákurinn minn. — Já, það er nokkuð sárt. En HEIMILISRITIÐ 2fi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.