Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 14
nokkrar af bókum hans og þykir
lítið til koma). í fylgd með rithöf-
undinum var kvenmaður, sá digr-
asti sem ég hef augum litið, með
pokakinnar og lítil grísaraugu, sem
ævinlega flutu í vatni er aldrei
draup. (Það var ákaflega tauga-
skakandi: ég sat andspænis kon-
unni við máltíðar og óttaðist, að
nú myndi það drjúpa, en það draup
aldrei). Hún virtist una sér bezt
fyrir framan arininn, og streittist
við að sperra hnjákollana .sem
fengst hvorn frá öðrum og hélt
höndum máttleysislega undir ýstru
sér. Hún sat þarna hreyfingarlaus
líkt og höggmyndin „Brostnar
vonir“ eftir einn eða annan harð-
soðinn listamann.
Iíinn maðurinn var lítill og
grannur á vöxt, gráhærður og góð-
legur með blá veraldarfjarræn
augu, maður hinnar hlédrægu,
feimnu, rómantísku tegundar.
Um hinn kvenmanninn er óþarft
að fjölyrða, þar eð hún framsegir
einungis örfáar setningar og er að
öðru leyti sögunni algjörlega óvið-
komandi.
Eitt kvöldið æsti hann sig upp
í storm með svörtum éljum sem
knúðu rúðurnar með gný, líkast-
an æðisgengnum trumbuslætti.
Skálinn nötraði og skalf í storm-
hviðunum. Þær urðu æ öflugri og
nokkur óró greip gestina. Þeir settu
frá sér bækurnar og lögðu við
hlustir. Eins fór mér, Okkur varð
litið hvert lil annars og það var
eins og við uppgötvuðum nú fyrst,
að við sátum öll í sömu stofunni.
Lágvaxni maðurinn brosti vandr-
æðalega og sagði:
— Það lítur út fyrir að hann
ætli að ná sér upp í ofsa í nótt.
— Það ber ekki á öðru, sagði
rithöfundurinn svefndrukkinn.
— Guð varðveiti sjómennina í
þessu veðri, sagði sú konan, sem
ég hef verið fáorðari um.
Lágvaxni maðurinn reis á fætur
og tók að spásséra fram og aftur
um gólfið. Skömmu síðar fór rit-
höfundurinn að dæmi hans. Eg
fylgdi fordæmi þeirra eftir góða
stund. Við spígsporuðum aftur og
fram um salargólfið, allir þrír,
stungum við fótum, hlustuðum og
héldum áfram göngunni, og kon-
urnar fylgdu okkur með augunum.
Allt í einu slokknaði ljósið. Eld-
urinn snarkaði í arninum og varp-
aði rauðleitum bjarma í hálfhring
fram á gólfið, annars var niða-
myrkur í salnum. Og eins og flug-
urnar sækja í ljósið Tærðum við
okkur ósjálfrátt'inn í bjarmahring-
inn framan við arininn.
Við sátum þar öll þegar frammi-
stöðustúlkan kom með Ijósastjaka
með þrem kertum, sem hún kom
fyrir uppi á arinbríkinni. Ljósin
blöktu og kjmlegar skuggamyndir
liðu yfir rauð, draugsleg andlit
okkar. Stormgnýrinn, trumbudyn-
urinn á rúðunum, flöktandi ljósið,
HEIMILISRITIÐ