Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 46
kl. hálf sjö. Kl. sjö kom sú frétt,
að hafnarmynnið væri teppt af
flökum. Til allrar hamingju reynd-
ist þessi orðrómur rangur. Um kl.
sjö var harðasta hríðin liðin hjá.
Höfnin varð ekki fyrir miklum á-
rásum eftir að dimmt var orðið.
Bfimið hafði gert alla vinnu með
smábátum óframkvæmanlega á
ýmsum stöðum við ströndina, en
torveldað hana sfórlega og gert
hana mjög lýjandi annars staðar.
En samt var nokkuð unnið.
Skipsbátar H.jM.S. Jaguer fluttu
herlið frá Bray-fjörunni ,,í fjórtán
eða sextán klukkutíma samfleytt.
Bátverjar voru matarlausir og
gegndrepa allan tímann. Loftárás-
ir voru stöðugar“. Fjögur hundr-
uð mcnn voru fluttir út í H.M.S.
Bideford frá Bray. Þegar þeir voru
að koma um borð, féll sprengja á
skipið aftan lil og sprengdi í loft
upp fjörutíu fet af skutnum.
Skurðlæknirinn, John Jordan,
M.B., R.N., var kýrr í sjúkraklef-
anum og' gerði við sár fimmtíu
manna, enda þótt aðstoðarmað-
ur hans væri mjög alvarlega særð-
ur. Margir voru hræðilega limlest-
ir eða hættulega særðir. Jordan
varð því að gera marga meirihátt-
ar uppskurði. Hann naut hjálpar
George William Crowders úr ö.
hjúkrunarsveitinni. Hann hafði
'komið um borð frá Brayströndinni
og boðið skurðlækninum aðstoð
sína. Þegar aðrir ósærðir hermenn
40
voru fluttir um borð í annað skip,
sagðist hann nrundu fylgja Bide-
ford, „kvaðst vita að skipið væri
strandað og kæmi sennilega aldrei
lil Englands“. En það komst samt
til Englands. Locust var með það
í eftirdragi í þrjátíu klukkustundir.
Það kom til Dover 31. maí. H.M.S.
Calcutta var með sína báta í brim-
flutningum þennan dag allan eins
og daginn áður. H.M.S. Vanquis-
her setti met með því að fara jtvær
ferðir fram og aftur þennan dag.
Allir, sem voru á ströndínni,
vissu að Þjóðverjar höfðu nálgast
allmikið þennan'dag, og sótt veru-
lega fram til beggja hliða. Þeir
höfðu tekið Mardyck virkið að
vestan, og náð Nieuport á sitt vald
að austan. Sá orðrómur barst til
okkar frá óvinaheimildum, að þeir
„ætluðu að senda fjórar flugher-
deildir til að fást við okkur“ þenn-
an dag, og ennfremur að þeir ætl-
uðu að ráðast á flugvelli í Eng-
landi og hafnarborgir austanlands
þá séinni part dagsins. Þetta hefur
sennilega verið klaufaleg tilraun til
að láta okkur hafa flugherinn
heima við á meðan þeir gerðu út
af við lið okkar á ströndinni.
Könnunarflugmenn okkar sáu að
Þjóðverjar voru að draga saman
mikið lið. Attatíu skriðdrekar og
langar lestir af vöruflutningabif-
reiðum sáust nálgast úr landnorðri.
Uppgjöf Belgíuhers hafði losað
þriggja mílna langa óvinafylkingu,
HEIMILISRITIÐ