Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 45
sjónum óvinanna, en mörgum sprengjum var samt va'rpað á þá af handahófi. Óvinirnir skutu nú stöðugt af fallbyssum á höfnina, þótt þeir hittu ekki mjög vel. Þeir gátu ekki séð, hvar kúlurnar sprungu. Tveir af tundurspillum okkar urðu fyrir tundurskeyti þennan morgun, þegar þeir voru á leiðinni til Dover, lilaðnir her- mönnum. Manntjón varð mjög mikið. Skipin okkar hófu skothríð á skip, sem sást í útsuðri. Það sprakk upp með miklum blossa. Menn héldu að það hefði verið þýzki tundurskeytavélbáturinn, sem sökkti skipunum okkar. Seinni part dagsins gekk útskip- unin fremur vel — eða nálægt tvö þúsund manns á klukkutíma. Reykurinn var ekki eins þéttur. Vindurinn hafði gengið til á átt- inni, og blés honum inn til lands- ins. Tíu skip lágu innan við garð- inn, en fjögur biðu eftir að komast að. Það fór ekki hjá því að óvin- irnir sæu, hvert skotmark þetta var. Þeir sendu mikinn fjölda af sprengjufiugvélum. í hálfa þriðju klukkustund, frá kl. 4, rigndi sprengjum á hafnarmynnið. Enda varð tjónið stórkostlegt. Þrjú af skipunum við bryggjuna komust á brott, mikið löskuð, í þremur kviknaði. Eitt þessara brennandi skipa, Grenade, virtist vera um það bil að sökkva í renn- unni. Það hefði áreiðanlega sokkið þar ef ekki hefði verið höfð snör handtök: togari dró það burt í tæka tíð. Verity, sem var að sigla út úr hafnarmynninu, rakst á sokk- inn reknetabát og var næstum far- ið sömu leið. II.M.S. Sabre, gamall brezkur tundurspillir, smíðaður hjá Stephen árið 1918, eitt af allra frægustu skipum fyrir þátt sinn í störfum þessarar viku, fann nokkra menn, sem voru að berjast um í sjónum, þegar hann slapp út úr höfninni. ,,Hann hafði enga báta, því að aðstoðarforinginn var með alla skipsbátana að flytja menn frá ströndinni, og varð hann því að stýra til hvers manns um sig, og bjarga þefm þannig einum og ein- um. A meðan hann var að þessu, varð hann fyrir steypiárásum hvað eftir annað“. Það er lítill vafi á því, að þetta var mesta loftárásin á meðan á björguninni stóð. Hún olli stórtjóni á bryggjunni og bruna og skemmd- um á s'kipunum. Róbert Bill, und- irforingi, D.S.O., R.N., bjargaði innsigfingunni frá að teppast af skipsflökum með snarræði sjó- mannsins. Klukkan sex um kvöldið, þegar skipið King Orry var að sigla inn, sáu skipverjar að eingöngu brenn- andi og sökkvandi skip voru á höfninrri. Skipið beið þarna fram yfir miðnætti, í miklum loftárás- um frarnan af. Nokkur spítala- skip urðu fyrir mörgum sprengjum HEIMILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.