Heimilisritið - 01.05.1947, Side 55

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 55
Hamingjusamur og þakklótur eiginmaður, sem segir: Konan mín er engill HÆKKANDI hjónaskilnaðar- tölur sýna, að það er ekki allt með felldu hvað ástina og hjónaböndin snertir. Og svo eru líka þau hjóna- bönd, sem báðir aðilar skoða sem ánauð. Ég hef losnað við þessi illu örlög og ég þakka það fyrst og fremst framúrskarandi eiginleikum konu minnar. Ilelena er glaðlynd. — í tíu ár hef ég dagicga komið heim til henn- ar, en aldrei hefur það komið fyrir, að hún væri súr á svipinn, eða geð- ill. Það er tekið á móti mér á hverju kvöldi eins og ég væri her- maður að koma úr stríðinu, en ekki brauðvinnandi þræll. Ef ég er í leiðu skapi mætir mér hlýja og skilningur. Ef dagurinn hefur verið henni erfiður, þá segir hún mér frá því á sinn glaðlega hátt og „skammast yfir því í góðu“. Þrisvar sinnum hefur hún alið mér barn, tvisvar hefur hún geng- ið undir hættulega uppskurði, en hún hefur ávallt komið því svo fyrir, að líkast var sem það væri ég, sem væri veikur og þyrfti hugg- unar við. Ekkert hefur nokkru sinni fengið á glaðlegt viðmót hennar, nema þegar sorgin hefur barið að dyrum. Hún er þolinmóð. Hún getur beðið, ef því er að skipta, og henni er ljóst, að það kemur dagur eftir þenna dag. Og Helena er trygg. Ég er maki hennar og mér er hún tryggari en ég er sjálfum mér. Ég er eftirlæti hennar og hún ber mér vel sög- una. Það er sama hve mér verður oft á skyssa, trú hennar á hæfi- leika mína haggast ekki — að minnsta kosti ekki út á við. Hún veit einfaldlega, að börnin okkar þrjú eru efnilegustu ung- lingar á þessari jörð. Hún gefur gaum að heilsufari þeirra, framför- um eða vTel unnu verki og skamm- ast sín hreint ekkert fyrir að tala um það. Ilún er ströng 'við þau, en með það fyrir augum að þau læri af því. Þau bera traust til hennar og það skapar þeim öryggi. Ilelena er eyðslusöm, ekki á fé HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.