Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 43
Framhaldsgrein eftir JOHN MASEFEILD — þriðji hluti Flóttínn frá Dunkirk Eft ir John Masefield Miðvikudagur, 29. maí. Herflutningaskipin lögðust inn- an við Austurg'arðinn allan þennan dag. Sjóliðsforingi hefur lýst því, sem bar fyrir augu hans á þessum ferðum. Hið fyrsta sem hann sá, þegar skip hans sigldi eftir eystra sundinu, voru, að því er virtist, risavaxnir svartir skuggar á bleik- um söndunum. Fram undan hon- um, þegar hann sigldi inn, var svart reykhafið sprengt ljósum logatungum. Á söndurium voru þessar myrku slæður, sem hann vissi ekki hvað var. Þegar lýsti, sá hann að þessi sorti voru gífurlegar fylkingar af mönnum, sem stóðu og biðu. Hann sá þá þannig í hvert-sinn sem hann sigldi um sundið, hvort sem hann kom eða fór. Þeir virtust aldrei breytast. Þeir virtust ekki sitja eða liggja. Þeir stóðu með þolinmæði þjóðar sinnar, og biðu þess að röð- in kæmi að sér. Það, * sem hafði mest áhrif á hann alla vikuna, var þetta, sem hafði hrifið hann mest í upphafinu: hin þolinmóða návist þessara þúsunda, í þögulli bið inn- án um hark sprengjufallsins, stór- skotahríðina, vélbyssuregnið, flug- vélagnýinn, byssuhvelli og riffla — og snark eldsins. Á daginn var bæði vinna og gleð- skapur í fjörunni. Vatni, vistum og skoftærum var skipað upp og kom- ið á burt. Særðir menn og sjúkir voru fluttir um borð. Matur var eldaður og etinn. Hersveitir þær, sem átti að flytja, fylktu liði og héldu til útskipunarstaðarins. Einn eða tveir, sem voru þarna, mirin- ast á knattspyrnu, listir á her- mannareiðhjólum, og. „skemmti- róður“. Alla brottflutningsdagana streymdu hermenn inn á svæðið, allmikið af Belgum, Fyrsti franski herinn, og meira og meira af brezka Meginlandshernum. Allir voru sammála um það, að sprengjuárás- ir Þjóðverja yllu ekki mjög miklu manntjóni, þótt þær væru grimmi- legar, stöðugar, og mjög lýjandi. Einn maður sagði: „Ef ég á eftir HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.