Heimilisritið - 01.02.1948, Side 8

Heimilisritið - 01.02.1948, Side 8
Iima oft áður, en var ávallt jafn hrifin af henni. Kaltlur norðanvindurinn á ferjunni hresst i hann og eftir það | hafði liann fulla ánægju af sam- I; talinu við dóttur sína. I>að er t nefnilega miklu erfiðara að tala I við börn en fullorðið fólk, en [ einnig miklu skemmtilegra. \ Karnið er einlægt og óháð for- h dómum, það leynir engu. I I’ess vegna ræddi Lampe við F dóttur sína um margvísleg mál- r f F f f r dni. Hann hafði gaman af svör- um hennar og athugasémdum. J>au gengu meðfram ströndum eyjarinnar og hann var hreyk- inn af því að honum tókst, bet- ur að fleyta kerlingum en henni. llann sagði henni nöfnin á haustblómunum, sem Inin safn- aði í stóran vönd og þau töluðu um alla heima og geima. Svo sagði liann að hann léti alltof inikið eftir henni, en að hann vonaðist til að hún væri nógu mikil persóna til að þola það — og að þau væru ákaflega góðir vinir. Hún var alveg samþvkk honum í því og svo héldu þau áfram að skemmta sér, en að síð- ustu fóru þau með ferjunni til lands. Hann sagðist vera hræddur uni að henni yrði kalt og að hann ætlaði að kaupa dálita loðkápu handa lienni fyrir veturinn. Hún svaraði því til, að lienni væri bara svolítið kalt og hún hugs- aði alla leiðina lieim um loðkáp- una, sem hún átti að fá. Til miðdegisverðar fengu þau nautasteik, sem honum þótti góð, og karamellubúðing sem var hennar uppáhald. Hún togaði í augnabrúnirnar á hon- um og síðan fór hún inn að lesa lexíurnar sínar. En hann sötraði kaífið sitt og drakk líkjör með því og las Shakespeare í þýð- ingu, en það gerði hann á hverj- um sunnudegi. Wihde læknir hringdi og bauð honum í leikhúsið, en hann sagð- ist ekki mega vera að því. Hann fann sér eitthvað . til, en sann- leikurinn var sá, að hann hafði lofað dóttur sinni því að kenna henni að spila á spil þetta kvöld. l>au sjjiluðu Svarta Pétur góða stund. En hún hafði kvef- ast dálítið á ferjunhi og hann sagði að hún mætti ekki fara í skólann morguninn eftir. Það þótti henni eiginlega vænt um og svo fór hún að hátta. Lampe læknir var lengi á fót- um. Gluggatjöldin voni dregin fyrir og það var hlýtt og bjart í stofunum. Hann sat í hæginda- stól og las og dreypti í sjerrí. Stundum skrapp hann inn og leit á dóttur sína. Hún var dálítið óróleg í svefninum og rjóð í kinnum, en virtist ekki hafa mik- inn hita. 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.