Heimilisritið - 01.02.1948, Síða 42

Heimilisritið - 01.02.1948, Síða 42
pabbi vil! aðeins hafa mig til skrauts, og helzt á ég víst að giftast greifadóttur — eða eitt hvað í þá áttina. Það er undar legt, að pabbi skuli hafa þá bjánalegu skoðun, að vinnan sé manni einhver niðurlæging, end; þótt hann hafi sjálfur unnið fyr ir hverjum skildingi, sem hann ; — Heldurðu, að þú getir kom- ið honum í skilning um, að svo er ekki? — Nei, ekki hugsa ég það ... Peter varð ólundarlegur á svip. eins og lítill drengur. Ef pabbi liefur tekið eitthvað í sig, þá er ekki honum að ýta. — Og hvað heldurðu um móður þína? — Mamma lætur pabba ein- an uin allar ákvarðanir. H ún virðir hann mikils, af því að liún á honum að þakka allan auðinn og allsnægtirnar. Svo er hún allt- af önnum kafin við að ná sér í þjónustufólk. — Þjónustufólk? Við hvað áttu? Peggy leit spyrjandi á hann. — Það hefur sínar orsakir. Mamma hefur fengið þá hug- mynd í höfuðið, að hún geti allt- af litið út eins og hún væri ekki nema 35 ára. Þess vegna hefur hún alltaí stofuþernu, sem á að sjá um útlit hennar. Hún lætur engan sjá sig, nema hún hafi þemuna með sér. En hún er á- reiðanlega ekki sanngjörn við þær, enda missir hún þær, hverja eftir aðra. Adele fór í gær. Peggy hugsaði sig um góða stund, svo spurði lnin seinlega: — Ég á von á, að móðir þín leiti fyrir sér að annarri þernu? — Já, hún er víst þegar búin að auglýsa í öllum dagblöðun- um. I)eggy gekk yfir að glugganum og horfði lengi út. — Þú skalt fara með föður þínum til Skotlands á þriðjudag- inn, sagði hún. — Og skilja þig eina eftir hér í London? Aldrei! Ég ætla að segja mömmu og pabba allt eins og er og læt það ráðast, hvernig þau taka þ\ í. — Góði, bezti Peter. Peggy kraup á lcné hjá honum og horfði beint í augn hans. Þú Idýtur að skilja, að það veltur mikið á því, að þú eigir eklci í erjum við for- eldra þína. Við megum ekki spilla framtíð oklcar af eintóm- um kjánaskap. Nvi ætla ég að taka við stjórninni. Ég banna þér að nefna mig á nafn við íoreldra þínaé fyrr en ég gef þér leyfi tii ]>ess.....Étlarðu svo að ganga að því? — Ég get víst ekki gert ann- að . . . Hann tók Peggy í faðm sinn, og varir þeii-ra mættust í löng- um kossi. 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.