Heimilisritið - 01.02.1948, Page 46

Heimilisritið - 01.02.1948, Page 46
EKKI VTSSI Peter, hvað það var, sem Peggy hafði í huga, og hún neitaði eindregið að gefa honum nokkra skýringu. En hann hafði lofað að hlýða fyrir- skipunum hennar skilyrðislaust. Það gerði hann líka þetta lcvökl. hann fór með móður sína í leik- húsið og sagði, að hún skyldi koma með sér á Savoy-liótelið á effír. Faðir hans hafði sagt, að hann þyrfti að fara út í bæ í mikilvægum erindum og yrði því ekki heima um kvöldið. Nú komu þau Peter og móðir hans til Savoy-hótelsins og gengu inn í veitingasalinn. Eklci var Jaust við, að Peter væri hreyk- inn af því að vera í fylgd með móður sinni, hún leit svo Ijóm- andi vel út nú orðið. Oðru hvoru kom hún auga á kunnugt fólk og kinkaði kolli til þess. Svo staðnæmdist hún skyndilega ... stóð grafkyrr, örlítið brot úr sek- undu og starði á eitt borðið. Svo brosti hún aftur, eins og ekkert væri um að vera. — Nú, þama sitjið þið! Þá hef ég loksins fundið ykkur! kallaði hún upp svo hárri röddu, að Pet- er varð forviða. En undrun iians varð ennþá meiri, er móðir hans gekk rakleitt að borði, þar sem þau Peggy og faðir hans sátu. Þá voru þau öll saman koiiiin þarna. Frú Perkins var sérlega liámælt allan tímann, sem þau sátu þarna, til þess að fólkið í kring' um þau gerði sér ljóst, að þetta hefði verið fyrirfram á- kveðið mót. Aðstaðan var dálítið örðug fyrir Henry Perkins, en Peggv vissi, hvað hún var að fara og stóð sig með mestu prýði í þess- um sjónleik. Þegar þau voru sezt inn í vagninn á eftir, og enginn óboð- inn gat heyrt til þeirra lengur, var eins og andrúmsloftið yrði skyndilega hlaðið rafmagni, svo að allt hlvti að enda með spreng- ingu. Frú Perkins snéri sér að manni sínum með milljón votta spennu í svipnum: — Mætti ég þá biðja þig um skýringu, Ilenry. Henry Perkins leit á hana, eins og hann væri undrandi yfir því, að henni skyldi detta í lmg að bera fram slíka spurningu. Hún hefði alveg eins getað farið fram á, að hann upplýsti, hvern- ig- lifinu eftir dauðann væri hátt- að. Honum var vel kunnugt um, að þeir menn voru til, sem gátu skýrt á „eðlilegan“ hátt púður- flekki í jakkanum sínum, eða varalit á filbbanum, eða jafnvel myndir af ungum blómarósum, sem fundust í fónun þeinn. En hann var ekki af því taginu. Hann vissi varla, hvort hann kærði sig nokkuð um að teljast með þess konar mönnum. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.