Heimilisritið - 01.02.1948, Page 54

Heimilisritið - 01.02.1948, Page 54
rödd hans, sem áður hafði lvst geðæsingu, breyttist í ótta. Hann athugaði vandlega svipinn á mér. „Segið mér læknir, hvort fjöl- skylda mín hefur fyrirskipað þetta. Er þetta samsæri? Halda þau, að ég þjáist af einhverri voðalegri veiki, sem ég hef ekki hugmýnd um?“ Það rann upp fjós fyrir mér. Skegglausi maðurinn, sem var í lestrarstofu minni! Ilvíiík skeif- ingar mistök! Eg' stamaði afsakanir, hálf- ringlaður, og vænti þess af innsta hjartans grunni að sjá vott um náð og' fvrirgefningu í svip vís- indamamisins. Herra D. skildi ekki vel ensku og afsakanir min- ar voru fluttar hratt og óskipu- lega. Þá sá ég í svip hans brcgða upp ljósi af skilningi og leiftri af galliskri kímni. Aður en ég hafði komist til botns í afsökunum mínum var hann farinn aö hrist- ast af hlátri og tárin runnu niður í skeggið. Þá var sú þraut unnin. En nú var eftir að fást við hinn ríka, geðstirða þrjót, sem lá sofandi í lestrarstofu minni. Sem betur fór liafði svefninn liresst liann, s\ o að hann var í ágætu skapi. Hon- um hafði fundizt eitthvað ein- kennilegt við þessar alúðlegu viðtökur. „Mér þótti þær ásætar“, full- yrti hann, og sló á lærið á mér með feitri hendinni. „Svona skul- uð þér taka á móti fólki. Þetta gerir manni gott. Spítalafólkið er venjulega svo fjandi ókunnug- legt í viðmóti“. Röng sjúkdómsgreining STARFSDAGUR minn er ávallt hinn sami viku eftir viku. Ég fer á fætur kl. 7 og hálftíma síðar er ég kominn til vinnu. Það tekur næsta hálftíma að fara á stofugang. I skurðstofunni d\-el ég vanalega 45 mínútur, og eft- ir það neyti ég lítils morgun- verðar. Seinni part dagsins fer ég í sjúkravitjanir, og á kvöldin sit ég við lestur eða skriftir. Vinnudagur konu minnar er varla jafn hnitmiðaður, en þó hefur luin varla minna að gera. Enginn neina hún, jafnvel ekki maðurinn hennar, veit hve marg- ar fjölskyldur hún hefur tekið að sér að fæða, klæða, aðstoða og kenna. Þegar ég bið hana að hlífa sér og eyða meiri tíma í tónlist og lestur, sem lnín er svo hneigð fyrir, svarar hún ávallt því sama: „Þetta verður að gerast". Tillitsleysi hennar til heilsun- ar hefur stundum valdið mér á- hyggjum, — og einu sinni, fyrir fimmtán árum, varð ég alvarlega hræddur. Mér virtist hún myndi 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.