Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 4

Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 4
BLÁ GLUGGATJÖLD Hugðnæm smásaga efiir Vilhj. 3. Vil- hjálmsson, höfund skáldsagnanna „Brimar við Bölkleti" og „Krókalda" SNJÓLFUR gamli Snjólfsson átti heima í torfbæ fyrir austan Sandeyri. Hann gat eiginlega ekkert gert. En hann átti bát- kríli og stundaði hrognkelsa- veiðar á vorin. Hann var lágur maður og grannur og hafði aldr- ei verið neinn skérpumaður eftir því, sem ég heyrði móður mína segja einu sinni. Konan hans var með krabbamein, og svo hafði hún líka gerst aðventisti í eymd sinni. Hún hafð'i legið í mörg ár og litla björg getað sér veitt. Snjólfur gamli sýslaði um hana, nú og Steinn sonur þeirra líka, þegar hann gat, en hann hafði fljótt farið að hjálpa pabba sín- um. Og nú, þegar hann var orð- inn tólf ára, var næstum því hægt að líta á hann sem aðalfyr- irvinnu heimilisins. Annars vissi enginn hvað þau höfðu til síns Hfsviðurværis í Slotinu, en svo var kotið kallað vegna þess að Snjólfur hafði endur fyrir löngu málað' gaflinn, sem sneri að Sandeyri, fagurgrænan. Að 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.