Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 7

Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 7
ur loga ljós bak við gluggatjald- ið í sjóbúðinni. Svo var það einu sinni á ver- tíðinni, að það fréttist um Sand- eyrina, að Steinn í sjóbúðinni væri veikur. Hann lá með' hita og óráði í sjóbúðinni og gat ekk- ert unnið. Lítið var hugsað um hann, Snasarfólkið hafði öðru að sinna á vertíðinni, enda var mik- il útgerð þaðan, auk skepnu- haldsins. En við og við hlupu nágrannakonurnar heim í sjó- búðina og hlúðu að Steini, og við strákarnir sátum hjá honum stundum. Eg kom oft til hans í rökkrinu. . . . Svo fór honum að batna, en það var komin ein- hvers konar hæsi í hann, líkast því, sem röddin hefði brostið í veikindunum — og eftir að hann komst á fætur kvartaði hann oft um tak. En hann fór aftur að vinna hjá Snasarbóndanum og enn sást hann fara um allt, ætíð hlaupandi með amboð eða veið- arfæri, eða hann vann í fjósinu. Hann hafði líka á hendi sendi- ferðir. 0g þannig liðu árin. Við ux- um báðir og það kom ló á vanga okkar. Eitt sinn hitti ég Stein, þar sem hann sat við að greiða net. Hann var orðin stæltur á svip- inn, andlitið skarpleitt, og drættir ákveðnir. Hann var þögull fyrst í stað svo að ég gat varla togað út úr honum orð. Svo sagð’i hann, þegar ég var næstum því orðinn uppgefinn á honum: „Ætlarðu ekki eitthvað burt í vinnu í vor?“ „Jú“, svaraði ég, „vitanlega. Það fara allir strákar burt í vinnu. Maður hangir ekki hérna heima á sumrin yfir engu“. Hann þagði góða stund, hætti að greiða flækjuna og horfði á skóna sína. Skyndilega henti hann flækjunni í sandinn, stóð upp og sagði næstum því hörku- lega: „Ég fer líka, skaí ég segja þér. Ég læt e*kki drepa mig svona. Ég vil komast áfram“. „Drepa þig?“ spurði ég. „Hvernig?“ „Hvernig, hvemig?“ hrópað'i hann öskureiður að því er virt- ist. „Svona, eins og allt af er ver- ið að drepa mig. Hann neitar að lofa mér að fara. Hann, hann segir bara, þú ferð ekki fet. Ég hef of't ymprað á því. Ég er orð- inn stór. Ég get farið burt og unnið mér eitthvað inn, meira en hér. Ég er búinn að vinna af mér öll lóðargjöld í heiminum, sjáðu. En ég er ekki hræddur við hann. Nei, ég er ekkert hræddur við hann. Ég læt ekki drepa mig. Ég vil komast áfram“. Ég varð næstum því hræddur við Stein, þarna sem hann stóð HEIMILISRITIÐ 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.