Heimilisritið - 01.02.1949, Page 11

Heimilisritið - 01.02.1949, Page 11
Lúðvig Ander- sen. Ég var hel- víti flott. Það leið víst hálft annað ár og ég vissi ekk- ert um Stein. Svo var það einn sólbjartan sumardag að ég sá hann allt, í einu koma á móti mér á Bergstaðastígn- um. Hann brosti þegar hann sá mig og við tók- umst í hendur. „Hvernig gengur?“ spurði ég brosandi. „Jæja, ekki sem bezt. Ég er aftur kominn á Vífilsstaði“. „Nú?“ sagði ég. — Þetta ætlaði að reynast töluvert erfitt fyrir Stein Snjólfs- son! „Já, en ég er á fótum — og — og ég skóa fyrir sjúklingana, allt tolkið, og fæ dálítið fyrir það“. Hann sagði þetta brosandi og það kendi bjartsýni í rómn- um. „Ja-hamm“, sagði ég með upp- gerðar aðdáun. „Og hvar áttu heima núna?“ Þá leit hann til mín og augun ljómuðu af stolti. „Heima?“ sagði hann. „Gáttu með' mér hérna svolítinn spöl“. Og svo gengum við saman svolítinn spöl. Það var eins og hann byggi yfir einhverju alveg sérstöku. Allt í einu staðnæmd- ist hann — og sagði ljómandi í framan um leið og hann benti í lítinn kjallaraglugga. „Sérðu þessi gluggatjöld?“ HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.