Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 18
þér hafið lagt í fyrirtækið. Ef
þér viljið lieyra mitt álit, tel ég
slcynsamlegast að taka boðinu.
Síðustu skýrslur bera vott um
stöðugt minkandi framxeiðslu“.
„Edvard fæst við vefnaðar-
vörur. Hvaða vit liefur hann á
gullgreftri? Og hvers vegna . ..“
Burrows sneri sér granuir yfir
trufluninni að skrifstofumanni,
sem stakk höfðinu inn úr gætt-
inni.
„Hér er einhver ungfrú
Thompson. Hún segir að það sé
afar áríðandi. Hún getur ekki
beðið og krefst þess að sér sé
hleypt inn strax, þrátt fyrir
stiórnarfundinn. Það er varð-
andi námuna .. .“
Burrows kinkaði kolli vin-
samlega.
„Látið hana koma. Ef til vill
getur lnin gefið einhverjar gagn-
legar upplýsingar“.
Sally stanzaði innan við dyrn-
ar og leit snöggt umhverfis sig.
Svo sneri hún sér að' Burrows:
„Einnst yður ekki viðeigandi,
að þessir herrar risu úr sætum,
þegar kvenmaður kemur inn?“
spurði hún.
Burrows stóð upp brosandi.
„Þetta er ungfrú Sally Thomp-
son. Hún kemur með nýja
skýrslu um námureksturinn“.
Hinir stóðu upp, dálítið
sneyptir og þrjóskulegir, Sally
kinkaði kolli.
„Þakka. Svo er ykkur vel-
komið að setjast. Má ég fá orð-
ið?“
Burrows veifaði hendinni.
Sally studdi höndunum á
borðplötuna og tók til máls:
„Herrar mínir, ég ætla að
byrja á því að segja ykkur frá
alveg nýrri tegund af svikum.
Þið kannizt vafalaust við hin
venjulegu svikabrögð varðandi
gullnámur, sem sé að blanda
gulldufti saman við sýnishornið,
svo það sýnist miklu gullauðug-
ara en rétt er.
I þessu tilfelli hefur verið far-
ið þveröfugt að’.
Það hefur verið tekið sýnis-
horn af kvartsi og nokkuð af
gullinu skolað úr því, áður en
það var efnagreint. Arangurinn
varð ískyggilegur, og út frá
efnagreiningarskýslunum reikn-
aði félagið aðeins með vissu
gullmagni úr hverju kvarts-
tonni. Því, sem náman gaf af
sér umfram það, gátu hluthafar
og forstjórar ekki fylgzt með'.
Afleiðingin er sú, að fyrir hvert
eitt tonn af gulli, sem undanfar-
in ár hefur verið bókað sem
vinnsla, hafa svikararnir stung-
ið þremur tonnum undir stól“.
Burrows spratt á fætur.
„Þetta er óhugsandi, ungfrú
Thompson. Hvernig ættu menn
að geta skert sýnishornin?“
„Með sömu aðferð og notuð
16
HEIMILISRITIÐ