Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 27

Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 27
íiiður í kjallara og fleygt smá- bútum ai' honum í ána á hverj- um morgni; hún sagði, að hann væri á ferðalagi, og' satt er það, hann ferðaðist neðansjávar í mörgum pörtum. Loksins var aðeins höfuðið eftir. Skriftafað- irinn fór strax og sagði ákær- anda ríkisins frá öllu saman, og konan var síðar tekin af lífi. Þegar dómarinn spurði hana, hvers vegna hún hefði ekki fleygt höfð'inu af eiginmanni sínum í ána, eins og öðrum lík- amshlutum hans, svaraði hún, að sér hefði fundizt það of þungt, hún hefði ekki getað bor- ið það. Jæja, herra minn, ég er nú ekki í neitt svipuðum vand- ræðum og konan, sem ég minnt- ist á, eins og þér munuð auð- veldlega geta skilið; en ég þarfn- ast góð'rar ráðleggingar ábyggi- legs manns, viðvíkjandi atviki sem henti mig sjálfa. Hingað til hef ég ekki þorað að minnast á þetta við nokkra manneskju hér í grenndinni, því að þegar um söguburð er að ræða, þá hefur t'ólk hér tungur, sem ganga eins og stálfjaðrir. Ef satt skal segja, herra minn, þá hefur enginn ferðamaður gist hér í kránni minni jafn lengi og þér, og sem ég hef getað sagt söguna um þessa 15.000 franka-------------“. „Kæra frú Lepas“, sagði ég og stöð'vaði þannig orðaflaum hennar, „ef tiltrú yðar til mín er þess eðlis, að hún sé líkleg til þess að blanda mér í eitthvað leyndardómsfullt, myndi enginn ma’nnlegur máttur geta, knúð mig til þess að gera yður óleik“. „Eg treysti vður, herra minn“, sagði hún .„Þér skuluð hlusta“. Þessi ákafi hennar olli því, að ég ályktaði sem svo, að ég væri ekki sá fyrsti, sem mín góð'a veitingakona hefði trúað fyrir þessu leyndarmáli sínu, sem ég átti nú að verða einkageymsla hennar fyrir. Eg hlustaði því. „Herra“, sagði hún, „þegar keisarinn sendi spænska fanga hingað, varð ég að hýsa, á kostn- að stjórnarinnar, ungan Spán- verja er látinn hafði verið laus gegn drengskaparheiti. Þótt hann væri laus úr fangabúðun- um, varð hann að gefa sig fram við lögreglustjórann á hverjum morgni. Spánverjinn var aðals- maður. Nöfn hans enduðu á os og dia, eitthvað í líkingu við' Bagos de Feridia; en ég er samt ekki alveg viss. En hvað sem því líður, þér getið séð það í gesta- bókinni minni. Af Spánverja að vera, sem allir segja að séu svo ljótir, þá var hann hinn fríð'asti. Hann var nálægt 158—100 cm að hæð, en harin var vel vaxinn, og hafði, ó! svo fallegar og nett- ar hendur, sem hann hirti með aíbrigðum vel. Hann átti álíka HEIMILISRITIÐ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.