Heimilisritið - 01.02.1949, Page 45

Heimilisritið - 01.02.1949, Page 45
VASINN „hVAÐ ERTU búin að' gera við þennan kátlega vasa, sem stóð í glugganum, síðast þegar ég kom?“ spurði Janette. „Æ, það herfilega afskræmi!“ Lucile leit brosandi á vinstúlku sína. „Mér varð það á að brjóta hann, þegar ég var að þurrka rykið af i gær“. „Þurrka ryk af?“ Janette leit undrandi upp. „Eg hélt að það væri verk stofuþernunnar“. „Já, auðVitað. En skilurðu“. „Ójá“, Janette brosti, „ég skil, að þú þurrkaðir af — til þess að fá tækifæri til að velta honum niður á gólf, var ekki svo?“ „Jú, þú hefur etið af skilnings- trénu! Eg segi þér satt, að mér fannst þessi vasi Ijótastur af öllu ljótu. En ég fékk mig ekki til að segja það við Henri. Hugsaðu þér, honum fannst hann bara fallegur“. „Hvað sagði hann við því, er þú hafðir brotið vasann?“ „Hann skammaðist, og ég grét. En ég var ánægð yfir því að vera loksins laus við þessa andstyggð. Það var ef til vill illa gert gagnvart Henri, úr því hann . . .“ „Já, ef til vill“. Janette leit á armbandsúrið. „En góða mín, nú neyðist ég til að' fara. Mað- urinn minn kemur bráðum heim“. „Það gerir Henri líka. Bíddu ofurlítið lengur“. „Jæja, þá það'. Þú hefur ann- ars ekki sýnt mér, livað mað- urinn þinn hafi gefið þér í dag“. „Hann hefur ekki gefið mér neitt“. „Þorparinn. Það er næstum skilnaðarsök“. „O, hann hefur bara gleymt því í morgun. Henri er svo gleyminn“. „Já, en .. .“ í þessum svifum var lvkli stungið í útidyraskrána. Lucile heyrði það. Hún stóð upp, og Janette sá, að kinnar hennar voru orðnar rjóðari — hún var eftirvæntingarfull að sjá. Henri kom þjótandi inn. Hann ljómaði af gleði. HEJMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.