Heimilisritið - 01.02.1949, Side 47

Heimilisritið - 01.02.1949, Side 47
Krýningarathöfnin Sjálfsœvisaga hertogans af Windsor — 7. þáttur Mér til mikillar undrunar sé ég, að í dagbókinni minni frá þessum tíma stendur eftirfar- andi: „Trén eru að byrja að blómstra og höllin er yndis- leg . . . Fór með Wigram maj- ór, Bertie og Harry í reiðtúr í morgun . . . Hjálpaði Mary að' koma flugdreka á loft . . . Mamma sagði mér, að búið væri að ganga frá því, að Reveistoke lávarður ætti að bera kórónu mína við krýn- inguna ...“ W: Windsor er fallegur staður og þar er eitt fegursta útsýni á öllu Englandi, yfir Thamesdalinn, með skógi og ökrum. Við Mary systir fórum á reiðhjólum um nágrennið, og ég stundaði nám og las með' kennurum mínum undir trjánum. Hér leið æslca mín, undir þessum gráu, gömlu veggjum, án þess að ég veitti því eftirtekt, hvaða tímamót voru í ævi minni. Sokkabandsorðan I júní var mikið um dýrðir við krýningu föður míns og einnig er ég var settur inn sem prins af Wales. Eftir það varð ég var við, í ríkari mæli en áður, hvaða skyldur hvíldu á mér. Fyrsta heiðursmerkið, sem ég fékk, var Sokkabandsorðan. I dagbókinni stendur um þann atburð: U). júní 1911. „. . . Pabbi og mamma fóru upp í Sokkabandsorðusalinn. Ég beið í Rubenssalnum. Arthur frændi minn (hertog- inn af Connaugh) og annar aðalsmaður, komu að sækja mig. Ég gekk á milli þeirra inn í salinn og hneygði mig þrisvar. Því næst setti faðir minn á mig silkiband Sokka- bandsorðunnar og stjörnuna, en ég gekk umhverfis borðin og tók í höndina á riddurun- um. Eg kyssti á hendur bæði pabba og mömmu . . HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.