Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 48

Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 48
Faðir minn var krýndur tveim vikum síðar, og var það einhver mesta hátíð', sem haldin hefur verið í Bretlandi, þar sem 50,000 herinenn, í fullum skrúða, tóku þátt. I dagbókina hef ég skrifað: Buckingham-höll 22. júní 1911. „Krýningardagur pabba og mömmu. Pabbi gerði mig að liðsforingja í sjóhernum. Eg borðaði morgunverð snemma og hitti mömmu og pabba klukkan 9. Síðan fór ég í Sokkabandsorðuskrúða minn og steig upp í viðhafnarvagn- inn, ásamt Mary og bræðrun- um, þegar klukkan var tíu. Ivlukkan hálf ellefu komum við' í dómkirkjuna, og ég gekk að sæti mínu hjá aðlinum. Allir voru mjög lcurteisir við mig og hneigðu sig, um leið og ég gekk fram hjá þeim. Síðan komu pabbi og mamma og at- hofnin hófst. Fyrst var pabbi krýndur með mikilli viðhöfn og ég setti á mig kórónuna, eins og hinir aðalsmennirnir. Þá var mamma krýnd. Eg var óttasleginn. Við fórum upp í vagninn okkar og ókum liina löngu leið heim. Mér fannst kóróna mín mjög þung, og við urðum að hneigja okkur fyrir fólkinu, er við ókuin um göt- urnar ...“ Eiðurinn Eg kraup við fætur föður míns og sór: „Eg Játvarður, prins af Wal- es, er yðar auðmjúkur þjónn með lífi og limum og veraldlegri virðingu, og mun í trú og sann- leika hlýðnast yður, í lífi og dauða. Svo hjálpi mér guð“. Þegar faðir minn kyssti mig á báðar kinnar var hann mjög hrærður, og ég einnig. Þessi hátíðahöld náðu há- marki sínu mánuði síðar, er ég var hátíðlega „krýndur“ sem prins af Wales. En það var ekki hvað minnst um vert, í sam- bandi við þessa athöfn, að frjáls- lyndi leiðtoginn frá Wales, Da- vid Lloyd George, var tekinn í sátt, en hann haíði reitt föður minn til reiði með ræðu sinni, hinni frægu, sem hann hélt í Limehouse, þar sem hann réðist gegn arfgengum sérréttindum brezka aðalsins. „L. G.“, sem vissi hvað kjós- endum hans kom, stakk upp á því, að athöfnin yrði haldin að fornum sið Walesbúa, og faðir minn samþykkti það. Lloyd George kenndi mér nokkrar setningar í máli Wales- búa, og ég á ennþá nokkrar setningar, sem ég varð að læra á því máli, ritaðar með hans eig- in liendi. Ein setningin var á 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.