Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 52

Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 52
LÖNG AUGNAHÁR — FEIT HÚÐ. Sp.: 1. Hvaff á ég að gera til að fú löng augnahár? 2. Ég hef mjög feita húð. Geturðu gefið mér ráð við þvi? 7/. S. Sw: 1. Burstaðu augnahárin daglegu upp úr laxerolíu, með litlum. mjúkum bursta. Eftir 8—4 mánuði fer árangurinn að koma í ljós. 2. Feita húð þarf að þvo á hverjum degi með heitu vatni og sápu, og skola hana á eftir með köldu vatni. Reyna má að væta húðina með etervatni Í125 gr. hoffmanns- dropar plús (iO gr. rosenvatn). Ef manni finnst húðin herpast á eftir má bera ofur- lítið krem á hana. SLÆMUR MÓRALL. I’essi vísa var mér send og ég spurð um álit mitt á henni: Kvenfólk er auðvitað þarfaþing og þó einkum konan min, en samt fær mig enginn ofan af þvi. að ég elska meir bækur og vín. Skálaglamur. Ég er að vísu enginn sérfræðingur í ljóð- list, en þó finnst mér þetta ekki svo slæm vísa, þótt öðru máli gegni um móral- inn ( henni. En það á víst ekki að taka liann alvarlega. Sp.: 1. Ég er leynilega trúlofuð manni, sem er 4 árum eldri en ég. Við höfum ver- ið saman í eitt og hálft ár og erum mjög hrifin hvort af öðru. Finnst þér að við gæt- um ferðast saman? Ég er aðeins 16 ára. 2. Ég er há og grönn með skolleitt hár og gráblá augu. ITvernig lit föt fara mér bezt? 3. Hvemig lízt þér á skriftina? Didi. Sv.: 1. Fvrir mitt leyti finnst mér þið ekki geta ferðast saman tvö ein, þótt um það geti verið skiptar skoðanir nú á dög- um. Auk þess ertu enn svo kornung, að þú þarft leyfi foreldra þinna til slíkra ferða- laga. 2. Lifrauð. blá, ljósgrá og karamellubrún föt fara þér vel. 3. Skriftin er lagleg. SVAR TIL FEIMNU STÚLKUNNAR. Vertu ekki að velta þessu svo mjög fyrir ]>ér. Það eldist vonandi af þér. Kornungum stúlkum fer líka oft vel að vera feimnar. BLEKBLETTUR. Sp.: Kæra Eva. Það kom blekblettur á Ijósan ullarkjól, sem ég er nýbúin að fá mér. Hvernig er bezt að ná honum? E. S. Sv.: Einfaldast er að ná honum með sítrónsýru eða nýrri sítrónu. Eva Ahams 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.