Heimilisritið - 01.02.1949, Side 55

Heimilisritið - 01.02.1949, Side 55
FERSK OG NÝSTÁRLEG Framhaldssaga ejtir FRANZ HOELLERING (Jana flýr allslaus frú Austurríki til New York í byrjun stríðsins og kemst í vist hjá Priseillu Blaithe, stórauðugri, en kenjóttri stúlku, sem er nýlega skilin við manninn sinn (Cromore), þótt hún elski hann. Þeim fellur svo vel saman. að Priscille gerir hana að stallsystur sinni. John, yngri bróðir Priscillu, sem einnig er flugríkur, lítur hýru auga til Jönu og býður henni út eitt kvöldið. Þau eru nú á heimleið frá veitingahúsinu, þar sem þau hafa dansað saman og drukkið kampavín). John virti hana fyrir sér án þess að mæla orð. Þegar annar bíll stanzaði ná- lægt þeim, og þau sáu að tvenn pör voru að kyssast í honum, ók hann af stað upp í borgina. En hann stanzaði brátt aftur. „Mig langar ekki til að hegða mér heimskulega." Jönu virtist hann hávær, enda þótt hann talaði eins og við sjálf- an sig. Hann reyndi að kyssa hana. Hann tók hana í faðm sinn, og henni fannst hann viss í sinni sök, eins og hann efaðist ekki um, að hún hefði verið að bíða eftir þessu. Þetta ásamt óvæntum hranaskap hans gerði henni auðvelt að hrinda honum festulega frá sér. Hann horfði á hana undrandi. „Eg ætlaði ekki að hegða mér heimsku- lega. .. En ég er það — bölvaður heimskingi. Afsakaðu." Síðan ók hann áfram. Þegar þau urðu að stanza á vegamótum, sagði hann næstum reiðilega: „En ég elska þig, Jana. Ég elska þig.“ Hún leit á hann. „Hvernig veiztu það?“ „Ég veit það bara, það er allt og sumt.“ „Það er ekki nóg.“ Hann sagði ekki fleira, unz þau komu að dyrunum á íbúð Priscillu. „Hvers vegna er það ekki nóg?“ spurði hann þá. „Af því að ef þú ’veizt það bara' — veiztu það ekki t rann og veru.“ Orðin létu daðurslega í eyrum, þó hún hefði ætlað þeim að vera skýrum og hreinskilnum. Hún átti við, að sann- ar, djúpar tilfinningar gætu ekki fest rætur í svo skjótum svip. Ástin var ekki sannfæring, sem menn öðluðust skyndi- lega, heldur eitthvað annað, sem menn urðu að læra, rækta með sér, og vinna til. „En þú sagðist aldrei hafa verið ást- HEIMHJSRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.