Heimilisritið - 01.02.1949, Page 57

Heimilisritið - 01.02.1949, Page 57
Svo komu yngri systkinin heim, Grete og Josef. Þau dáðust að henni leynt og ljóst. „Ég ska! hringja til þín á hverjum degi, mamma,“ lofaði Jana áður en hún fór. „Veftu góð stúlka, Jana.“ Karl fylgdi henni að strætisvagnin- um. Það var dimmt. Þau þögðu bæði. Þá fyrst er þau komu að strætisvagn- stöðinni, sagði hann, og átti auðsjáan- lega erfitt með að koma upp orðunum: „Mig langar einungis til að vita, Jana, hvort saga þín sé sönn í raun og veru.“ Hún gat ekki svarað alveg strax. En svo sagði hún srillilega: „Sagan er sönn.“ „En er það öll sagan?“ „Hvað áttu við?“ „Hvers konar náungi er John Blaithe?" Jana stóð kyrr. „Hann er mjög líkur ungfrú Blaithe," sagði hún eftir ofur- litla þögn. „Hvers vegna spyrðu?“ Hann hikaði áður en hann svaraði og horfði beint í augu henni: „Kunningi minn vinnur í St. Regis veitingahúsinu. Hann sá þig dansa við John Blaithe — klukkutímum saman. En þú minntist ekkert á það.“ „Saga mín er sönn, samt sem áður,“ sagði Jana eftir andartaks hik, eins og henni fyndist það næstum vera lýgi. „Það er gott, Jana.“ Hann þrýsti hönd hennar fast, og gekk hratt burt, eins og hann blygðaðist sín fyrir grun- semdirnar. Hún horfði á eftir honum og lét vagninn fara hjá... Hún gekk alla leiðina heim í gisti- húsið. Það var áliðið, þegar þangað kom, en hún var róleg og vissi nákvæmlega hvað hún vildi. „Allt verður svo aug- ljóst, þegar ég geng,“ var faðir hennar vanur að segja um sjálfan sig. Henni var eins farið. Dyrnar voru opnaðar innan frá þeg- ar hún kom inn í forstofuna. Það var John. „Jana, hvar hefurðu verið? Við höfum beðið klukkutímunum saman.“ Þegar hún gekk inn í setustofuna, sá hún Priscillu liggja á legubekknum og stara upp í loftið. Kuldalegt, stirðnað bros lék um varir hennar, eins og bjána- leg, óviðeigandi gretta í andlitinu. John kom inn á eftir Jönu, og á þess- ari stundu, er hún var nýkomin að heiman og stóð þarna á milli þeirra, fann hún glöggt, hversu annarlegur og fjand- samlegur þessi heimur var, er hún varð að lifa í nú — og hversu erfitt var fyrir hana að skilja þennan heim. „Hvar hefurðu verið, Jana?“ heyrði hún John spyrja aftur. Og svo sagði Priscilla: „John hefur verið að kvelja mig allt kvöldið.“ „Ekta Blaithe ýkjur.“ Þau systkinin ástunduðu þann venju- lega leik sinn að gera sig verri en þau vom í raun og veru. I rödd Johns var kaldhæðni, sem Jönu var farið að þykja nóg um, þótt hún væri farin að venj- ast henni. Alla leiðina til gistihússins hafði hún velt því fyrir sér, hvað hún ætri að segja Priscillu, alveg hreinskilin orð um sjálfa sig og starf sitt: að hún óttaðist þetta iðjuleysislíf. Já, grunsemd- ir Karls bróður hennar höfðu setzt að í vitund hennar og veitt henni skilning á hættum þeim, sem biðu hennar við hvert fótmál í þessari gerviparadís. Hún varð að gera systkinunum og sjálfri sér skiljanlegt, svo ekki yrði um villzt, að HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.