Heimilisritið - 01.06.1949, Síða 4

Heimilisritið - 01.06.1949, Síða 4
Ég vil gróðursetja Smásaga ejtir Ása í Bœ, höjund skáldsögunnar „Breytileg átt“, sem át kom í vetur og vakti mikið umtal ÞAÐ ER undarlegt að líta til baka. Tímatalið segir að liðin séu sex ár, en mér finnst óra- langt síð'an og stundum efast ég um að það hafi nokkurntíma gerzt. En nú er ég komin til þín bróðir kær. Hér við gröf þína veit ég að það er satt og því ætla ég að segja þér allt eins og var. Eg hef aldrei gei't mér ljóst hvernig það byrjaði í raun og veru. Þú vissir sjálfur að ég Tiafði ýmigust á Bretunum, mér fannst þeir luralegir og sljóir. En þegar Bandaríkjamenn komu gat ég ekki varizt þyí að hrífast: þeir voru framúrskarandi snyrtilegir, gneistuðu af lífs- krafti og yfir þeim hvíldi ferskur blær ungrar þjóðar. Eg man að' þú sagðir: „stroknir og aldir idjótar“, en mér fannst þetta ranglátt mat. Ef til vill var það upphafið. Þegar þú sagðir: „Þú heíur kannski fundio einhvern handa þér“, spotzkur og misk- unnarlaus eins og þú gazt verið, þá svaraði ég: „Það má vel vera“. En þetta sagði ég bara til að storka þér, enda brástu reið- ur við og sagðir að’ íslenzkar konur hefðu ætíð sælzt til að leggjast með útlendum. Þú vildir heldur sjá mig dauða. Eg hló og sagðist skyldi sýna þér að ástin hræddist hvorki landamerki né orðgjálfur. — Það var aldrei nein hálfvelgja í lífi okkar, ann- aðhvort burðumst við eins og óargadýr eða loguðum af ást. — Stundum hef ég hugsað um það, hvort örlög okkar séu fyrirfram ákveðin eins og forfeðurnir trúðu. Víst er um það, að undir- niðri vildi ég heldur devja en baka þér smán. Hve oft hafði ég neitað þeim um dans? Hve oft höfðu stöllur mínar skimpast að mér, spott- 9 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.