Heimilisritið - 01.06.1949, Page 13

Heimilisritið - 01.06.1949, Page 13
fasisti. Hatur til Þjóðverja hafði verið lienni í blóð borið frá barnæsku. Frá byrjun tor- tryggði hún og óttaðist Musso- Iini. Þegar hailn gerði bandalag \*ið Þjóðverja varð ótti hennar að vissu. Til hins síðasta var Zanotti Bianeo greifi nánasti samherji hennar og trúnaðar- maður, en hann var einlægur andfasisti. Honum trúði hún fyr- ir áhyggjum sínum um framtíð Italíu og vantrausti sínu á Mussolini, þótt konungsfjöl- skyldan væri annars blind fyrir honum í kjánalegri einfeldni sinni. Til þess að geta fylgst með og komist í góð stjórnmálasam- bönd, ræddi hún \ ið fasistafor- ingjana, sem hún fyrirleit. Einn af þessum fasistaforingjum, sem hún átti oft tal við, var Italo Balbo. Hinn ungi, tramsáekni, gáfaði og sjálfstæð'i Balbo hik- aði aldrei við að gagnrýna stjórn Mussolinis. Strax og það frétt- ist, að þau hefðu eitthvað sam- an að' sælda, var sá orðrómur breiddur út. að Balbo og Marie José hefðu fellt hugi saman. Mussolini sjálfur, sem var öf- undssjúkur gagnvart hinum unga og vinsæla ráðherra sín- um, hjálpaði ti! að breiða þenn- an orðróm út. Að lokum „spark- aði hann Balbó upp á við“ jneð því að gera hann að landstjóra í Libýu. Síðar varð' „loftvarna- byssuslys“ eins og það var lát- ið heita, hjá Tobruk (en margir voru þeirrar skoðunar, að Mussolini hefði sjálfur fyrir- skipað það), þar sem Balbo lét líf sitt. Jafnvel áður en þetta skeði, hafði prinséssan breytzt tals- vert. Hún var nú komin á fer- tugsaldur og feimnin og ófram- færnin var farin af henni. Barn- eignirnar höfðu biæytt útliti hennar og mýkt líkama hennar. Jafnvel þeii', sem áður höfðu haldið' því fram, að hún væri ófríð, viðui’kenndu, að hún væri fríð og fönguleg. Allir, nema eiginmaður hennar. Árið 1940, þegar Mussolini steypti Ítalíu út í styrjöld með Hitlers-Þýzkalandi, varð Marie José Ijóst, að hvorki Victor Emanuel konungur né Umbérto væru nógu hugdjarfir til að stjórna lýðræðisöflunum í Ttal- íu til andstöðu. Þrátt fyrir hættuna tókst hún það starl' á hendur. Hún stofnaði sína eigin „leynibaráttu“ og safnaði sam- an stjórnmálamönnum, sem voru á móti fasistum, mennta- mönnum og jafnvel liðsforingj- um úr hernum, sem hún gat treyst. Viðstöðulaust hvatti hún þessa liðsmenn sína til þess að steypa Mussolini og koma Ttalíu úr styrjöldinni. HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.