Heimilisritið - 01.06.1949, Page 41

Heimilisritið - 01.06.1949, Page 41
„Nei, nei“, mótmælti hún, „það yrði alls ekki reglulegur frídagur fyrir þig, ef þú hefðir mig með'. Það væri betra, ef þú færir út með einhverjum vini þínum og spilaðir golf eða fisk- 3C* ÍS aoir . Hvað hann hafði verið biint fífl! Hversu oft hafði hún ekki gabbað hann með' þessu bragði! Hann langaði skyndilega til að reyna hana til þess ýtrasta. „Susanne, ég hef það á til- finningunni, að þú viljir af ein- hverjum ástæðum losna við mig . . .“ Hann þorði ekki að hætta sér lengra, en sá, að djúp- ur roði litaði kinnar hennar. Að- ur en hann vissi af voru hand- leggir hennar komnir utan um liáls hans, og hún þrýsti vanga sinn að kinn hans. „Vondi, vondi strákur. Að' þú skulir segja þetta, þú sem veizt, að ég er aldrei hamingjusöm nema þegar við erum saman“. Laus lokkur úr hinu fallega hári hennar féll niður á kinn hans. Hann lokaði hryggur augunum. Og á þessu andartaki fæddist hræðileg ákvörðun í höfði hans . . . Hann vissi, að hann gæti aldrei sleppt henni til einhvers annars. „Allt í lagi“, sagði hann með uppgerðar gázka, „ég tek mér frí á fimmtudaginn. Eg ætla að spyrja Bill Matthews, hvort hann nenni að spila golf við mig“. Nigel Fraser stakk lyklinum hægt í skrána. Þegar hann lædd- ist varlega í gegnum anddyrið', kom hann auga á kollóttan hatt og gullsleginn staf, sem lágu á borðinu. Hann brosti grimmdarlega. Innan úr bún- ingsherbergi konu hans heyrð- ust raddir. Hann varð utan við sig af reiði, fingur hans læstust utan um skammbyssuna í jakkavasanum um leið og hann stökk áfram í blindu æði .. . Op frá Susanne fékk hann til að staðnæmast. Hann stóð inn- an við dyrnar og einblíndi á ókunna manninn. Hann var lít- ill vexti, feitur og sköllóttur. Hinar mörgu hökur hans voru næsturn huldar af h\össu geit- hafursskeggi. Nigel snéri sér að konu sinni, sem sat við þvottskálina og var með handklæð'i vafið yfir höfuð- ið. An þess að undrast hinn ein- kennilega búning hennar, hvæsti hann á milli tannanna: „Nú, svo það er þessi maður, sem hefur eyðilagt þig?“ „Evðilagt!" hrópaði sá feiti með hárri mjórödd. „Þér segið að ég hafi eyðilagt ... o, mon- sieur . .. inadame er alltaf glöð yfir að hitta mig ... Je suis HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.