Heimilisritið - 01.06.1949, Page 50

Heimilisritið - 01.06.1949, Page 50
ekki fyrr en nokkuð væri orðið áliðið — en það var skítkalt niðri í kamelsinu, og ekki var liægt að stanza fram eftir, eí' Marta var inni hjá móður sinni — en ... já, ég þóttist hreint ekki \'iss um það þá, Hvítur minn, hverju munnhörpufjanrl- inn kvnni að geta brevtt, ef maði- ur ekki gengi sem tryggast frá öllu — stæði helzt prentað: frá- tekin. Tveim dögum seinna hitti ég svo Matthías, og þá var þetta komið um allan dalinn, þetta með trúlofunina, og ég hafði heyrt, að Matti, greyið, hefði farið yfir í Arskál og hágrátið þar — og loks veinað eins og kona með léttasótt — eða svo orð'aði hún það, hún yngri mág- kona mín, sú Ljómalind, var allt- af gamansöm, drottinn blessi hana. Og Markús varð eins og mevr á svipinn, þessi mágkona hans fyrir skemmstu látin, mesta fríðleiks- og heiðurskona, en hafði átt frekar andstreymt. — Svo þú hittir Matthías? ýtti ég með hægð á þann gamla. — Já, ég rakst á hann úti, og hann leit á mig, glápti á mig eins og ég hefði rifið af honum eitt- hvert barnagull, sem honum hefði verið lofað að halda á og skoða. En svo fór hann að lileypa í brúnir, og þá fór fjandinn í mig, og ég sagði: — Slá þú nú hörpu þína, Léttasóttar-Matthías, svo að' sótt þinni linni! Þá gekk hann burt, en nafnið hevrði Guðlaugur, sem þarna kom að í þessum svifum, Hvít- ur minn! — Nú, það er svona til komið og svona gamalt, nafnið? Eg hélt, að það hefði bara verið fundið upp á Fagureyri, út af barneignunum. — Nei, svona er það til kom- ið. — Nú, þá er ennþá síður neitt undarlegt — þetta, sem ég minntist á við þig og varð víst til þess, að þú sagðir mér söguna. — Eg sagði þér það nú, að ég væri ekkert hissa á því. Nú varð þögn nokkur augnn- blik. Síðán spurði ég með hægð: — En Markús, hefur konan þín aldrei komizt að því, hvern- ig þetta var — eða þú sagt henni það? Það murraði í Markúsi. Svo kom: — Bíddu nú við, óðagots- gemlingurinn þinn! . . . Því næst: — Þegar konan lá á sæng að elzta barninu okkar, kom ég heim allra snöggvast, var annars til sjós. Þegar ég var búinn að skoða drenginn og var nú víst heldur en ekki hýr — og náttúr- lega rangeygður — yfir lionum, þá sagði hún: 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.