Heimilisritið - 01.12.1951, Side 17

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 17
Ovænf heimkoma Stutt og snotur smásaga, sem ger- ist hér á landi, eft- ir Norman Arthur, þýdd úr „Aften- bladet“. ★ Allir borgarbúar sváfu í rúmum sín- um, þegar ég kom aftur — og einnig í mínu rúmi lá sof- andi stúlka. í rúminu var sæng meS blómamynztri og á koddanum var rauSlokkaS stúlkuhöfuS. GRUNUR minn styrk'tist enn við nýja uppgötvun. Já, ein- mitt! Gullhringur með bláum safírsteini innst í einu horni kommóðuskúffunnar! Merki- legt! Ég hafði vissulega ástæðu til að hugleiða ráðstafanir hús- móðurinnar, meðan ég var á ferðalagi. Og ég var oftar að heiman en heima. Síðustu þrjú árin hafði ég ferðazt án afláts, og nú var ég nýkominn til Reykjavíkur eftir fjögurra mán- aða söluferð um Evrópu. Skyldi húsmóðirin leigja öðr- um herbergi mitt á meðan ég var fjarverandi? Ekkjan Helga Ásgeirsdóttir var raunar ágætiskona. Hún geymdi fötin mín vel á meðan ég var í burtu, og hún gleymdi aldrei að viðra rúmfötin áður en ég kom heim. En gat það hugsazt, að hún væri svona undirförul? Hún hafði auðvitað ekki úr allt of miklu að moða síðan hún missti manninn, og svo átti hún tvo unglingsdrengi og eina dóttur, sem gekk 1 Háskólann. DESEMBER, 1951 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.