Heimilisritið - 01.12.1951, Side 18

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 18
Ég gat vel skilið, að hún neyddist til að leigja út þrjú herbergi í þessu nýja, dýra húsi til að geta greitt vexti og af- borganir. Stúlka, sem vann í sælgætisgerð, hafði herbergi á fyrstu hæð, og ég leigði annað herbergið á annarri hæð, hitt leigðu ýmsir um stundarsakir. Ég borgaði hundrað krónur á mánuði fyrir herbergið, og það fannst mér nóg; en ef húsfreyja svo lét hina og þessa sofa þar í fjarveru minni, fannst mér það nokkuð langt gengið. Áður hafði ég fundið vara- lit í kommóðuskúffu, og nú var það hringur. Ég gat beðið um skýringu, en ég frestaði því. Það var margt, sem athuga þurfti. Ég hafði búið hjá frúnni í þrjú ár, lifað þar eins og blómi í eggi, í friði og ró — já, stund- um hafði mér fundizt ég einn af fjölskyldunni — einkum þegar ég fór í kvikmyndahús með Maju. Þegar við svo kom- um heim, settumst við inn í stofu ekkjunnar, hlustuðum á útvarp og drukkum kaffi. Ég hugsaði um Maju. Raunar hefði ég getað sagt henni, að ég hefði fundið ýmis- konar undarlega muni í her- berginu mínu. Ég hefði getað beðið hana að minnast á það við móður sína ... ef til vill dálítið varfærnislega: Auðvitað megið þér ráðstafa herberginu, þegar ég er ekki heima, en ég hefði þó kosið, að þér hefðuð beðið mig um leyfi ... lagalega séð ... MAJA sat í borðstofunni, þeg- ar ég kom niður. „Heyrðu,“ sagði hún, „eigum við ekki að fara í Tjarnarbíó í kvöld?“ „Hvers vegna endilega þang- að?“ sagði ég. „Ó, nú skil ég! Af því þú gengur í Háskólann!“ Skólinn fékk sem sé hagn- aðinn af kvikmyndahúsinu. „Nei, ekki af þeiri ástæðu,“ sagði Maja dálítið dreymandi á svip. ,Nei, en þetta er víst sérstaklega góð mynd.“ ,Hvað heitir hún?“ spurði ég. Það hafði komið fyrir, að ég hafði séð sömu myndina í ýms- um löndum. Það getur orðið þreytandi. „Maðurinn minn er aldrei heima,“ sagði hún hlæjandi. Nei, þá mynd hafði ég ekki séð. Við ákváðum að fara. Myndin var ágæt og við skemmtum okkur prýðilega, en mér gafst ekkert tækifæri til að minnast á ókunna leigj- andann í herberginu mínu. Á eftir fórum við á Borgina og dönsuðum. Það gat ekki verið Maja, sem svaf í herberginu mínu. í fyrsta 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.