Heimilisritið - 01.12.1951, Page 21

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 21
Hér birtist útdráttur úr grein, scm amerísku ritböfnndarnir Jagues Bacal og Luise Stoane hafa skrifaS um — Hinar raunverulegu orsakir hjónaskilnaða FYRIR nokkrum árum var gerð nákvæm rannsókn meðal fráskilinna karla og kvenna í Bandaríkjunum á orsök hjóna- skilnaða. Margt óvænt kom í ljós, sem gefur til kynna, að á seinni árum hafi viðhorfið til hjónabandsmálanna gerbreytzt. Ein spurningin, sem svara átti, var þessi: „Hver var hin raunverulega orsök þess, að hjónabandið leystist upp?“ Þriðjungur kvennanna svarar: „Maðurinn minn vildi ekki taka á sig ábyrgð hjónabandsins“. Onnur spurningin var þessi: „Hvort ykkar fór fram á skiln- að?“ Þriðjungur karlmannanna taldi sig sjálfa hafa gert það (tæplega helmingur segir að kon- an hafi gert það), en þrír fjórð'u hlutar kvennanna segist hafa verið frumkvöðlarnir (tæpur þriðjungur, að eiginmaðurinn hafi krafizt skilnaðar). Þetta eru nokkrar af þeim staðreyndum, sem vekja mesta athygli. Við vorurn þó ekki á- nægð með þessar niðurstöður og fórum sjálf á fund hinna von- sviknu kvenna og karla og leit- uðum nánari skýringa. Það kom í ]jós í viðtölum, að lijónaskilnaður er varhugavert spor, sem skilur eftir beizkju, gremju og sárindi í huga. Fyrir aldarhelmingi var hjóna- skilnaður hneyksli, en nú hefur almenningsálitið breytzt mjög. Aður var hjónaskilnaður mál, sem talað var um í lágum hljóð- um og með vandlætingarsvip, enda var ekki gripið til þess ráðs, nema eitthvað alveg sér- stakt og hræðilegt kæmi fyrir og því þó frestað í lengstu lög. Nútímakonan er hinsvegar ekki lengi að ákveða sig, a. m. k. ekki í Bandaríkjunum. Styrj- aldirnar eiga mikinn þátt í því. Fjöldi hjónaskilnaðanna veldur því einnig, að nú er aðskilnaður DESEMBER, 1951 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.