Heimilisritið - 01.12.1951, Side 23

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 23
Einn þriðji liluti kvennanna telur ástæðuna vera þá, að eig- inmaðurinn hafi ekki getað séð nægilega vel fyrir henni; hann hafi verið úrræðalaus eða ófær til þess að' taka á sig fjárhags- lega ábvrgð. Þær segja: „Hann var svo úrræðalaus. Hann vildi ekki taka á sig á- byrgðina á framfærslu heimilis- ins“. „Hann var of ungur, hann gat ekki séð fyrir mér“. „Maðurinn minn treysti sér ekki til að sjá fyrir mér og barn- inu“. „Hann drakk svo mikið að hann gat ekki sinnt atvinnu sinni“. „Hann spilaði fjárhættuspil og hafði ekki fasta atvinnu, en hann eyddi stórum fjárfúlgum, sem hann græddi í spilum“. „Hann lá í leti meðan ég var úti að vinna“. „Eg varð að vinna alveg fram í þann mánuð, sem hvert barn fæddist, til þess að hafa nóg að borða“. „Hann var latur og nennti ekki að vinna“. „Eg gat ekki treyst honum í peningamálum. Hann drakk og eyddi meira en heimilið gat án verið“. „Ég varð að vinna alveg frá því að við giftumst. Hann hafði engan áhuga á að koma sér á- fram í lífinu“. „Hann tolldi aldrei í neinu starfi“. Þetta færa þær sem ástæðu fyrir hjónaskilnaðinum. Og hvort þeirra ættli svo að skammasi sín! Konan á auðvitað kröfu til þess að maðurinn sjái íyrir henni og heimilinu. Það er ekki liægt að líta niður á konur, sem skilja við maka, ef hann getur ekki eða vill ekki taka á sínar herðar þá byrði sem honum ber. En þessum konum hefur aldrei verið ráðlagt að bíða og fá vissu sína um það, hvort maðurinn vill eða getur séð fyrir heimili. Það er reyndar ekki heldur hægt að áfellast eiginmanninn, sem tók á sig hina erfiðu ábyrgð, án þess að hugsa út í það, frem- ur en hina óframsýnu eiginkonu, sem hugleiddi það ekki. Enginn varaði hann við því, að' hjóna- bandið væri annað og meira en sumar og sunnanvindur, heldur öllu fremur margvíslegir reikn- ingar og gjöld því tilheyrandi. Því miður eru svo raunvemleg sjónannið ekki tekin með í reikn- inginn, þegar eftirvænting hjónabandsins á í hlut. Upp- spunnin rómantík ræður þar öllu, og það er sjaldgæft, að fólk, sem gengur í hjónband, hafi gert sér glögga grein fyrir staðreynd- um þess. Hitt er algengara, að menn ímyndi sér það allt öðru DESEMBER, 1951 21

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.