Heimilisritið - 01.12.1951, Side 33

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 33
Denham ræskti sig íbygginn. „Við getum skreytt kofann með marglitum lömpum svo hann verði kínverskari. Sá gamli á auðvitað að leika fant- inn, en ég á að' vera aðdáandi gula blómsins. Þú verður að ieggja til gamansemina og koma fram sem sportsjúkur Englend- ingur. Við getum skipzt á um að snúa upp filmuna. „En hvernig ætlarðu að fá krókódílinn Móses til að vera með?“ spurði Movne. „Ef þú getur fengið hann til að bíta eina kjaftfylli af löppunum á gamla þorparanum þarna inni, þá skal ég fyrirgefa honum meðferðina á dóttur sinni“. Denham nagaði blýantinn liugsandi. „Við gætum máske fengið krókódílinn til að elta þig hing- að upp að kofanum. Eg kann- ast við þessi Queenslands skrímsli. Eg gæti bezt trúað, að sá gamli væri búinn að hálf- temja eitthvert þeirra. Hann kallar það Móses og gefur því að eta og getur sjálfsagt fengið það til að koma, þegar hann kall- ar. Viltu ekki einn tebolla enn, Moyne?“ Kínverjinn kom út í silkikápu, sem tók honum á hæla. Hann kom með korn í skál og stráði því fyrir hænsni, sem komu hlaupandi út úr stargresinu. Denham virti hann fyrir sér um stund og ræskti sig svo. „Segir mér, Moon, hafið þér nokkurn tíma Ieikið?“ Kínverjinn setti skálina á jörðina og hneigði sig þannig, að leikari hefði átt örðugt með að herma það eftir honum. ,J>ig mig prófa dálítið, ég leika með fiðrildi og sveifla blý- stöngum á fæti. Eg líka fvrir löngu leika í mikið fínu stykki í Peking. Minn leikur fá marga til að gráta, þeir mikið gráta í heilan tíma“. „Já, ég hef líka komið fólki til að gráta“, játaði Denham og andvai-paði. „Ég er að hugsa um dálítinn kínverskan leik með ekta krókódíl, sem á að berja halanum og elta vin minn hérna, svo hann óski sér aftur heim til grænu eyjarinnar sinnar“. Kínverjinn kinkaði kolli af skilningi og krosslagði hendurn- ar á brjóstinu. „Þér segja mér leikinn og ég sjá hvort hann vera góður fyrir mig“. Denham sá skugga Wing Moon brégða fyrir í kofadyrun- um. Hún teygði fram höfuðið, eins og hún væri að hlusta. Hann hóstaði og var á báðum áttum. „Ég vil heldur koma aftur í kvöld með leikritið vélritað, svo skal ég lesa það fyrir yður. Á morgun getum við svo prófað DESEMBER, 1951 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.