Heimilisritið - 01.12.1951, Side 34

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 34
það og séð hvað' setur“. Kínverjinn kinkaði kolli og klappaði saman höndunum. „Þér koma í kvöld, herra. Þér finna lampa við dyrnar. Þér koma snemma, annars þér geta stigið á halann á Móses í myrkri“. Denham og Moyne fóru aftur til tré-„salarins“ á „Frelsiseyj- unni“, þar sem þeir héldu tih A eyjunni var banki og þar komu skipin við á norðurleið. ÞAÐ VAR næstum aldimmt, þegar Denham gekk heim að kofa Kínverjans með fjögra þátta kvikmyndahandrit í vas- anum. Stór, rauð pappalukt hékk eins og upprennandi máni yfír dyrunum. Ilmur af jasmin og mímósu lá í kyrru loftinu. Hann staldraði við í sólbyrginu til að' varpa öndinni og drap svo hægt á dyrnar með stafnum sín- lím. Hann heyrði fótatak Wing Moon, hurðin var opnuð og gul- ur sloppur birtist í lampaljósinu. Wing Moon hafði hárauða rós í barminum, og í daufu ljósinu var andlit hennar ennþá barns- legra og sakleysislegra en ella. Það var erfitt að hugsa sér, að hún hefði fyrr um daginn sætt svo óþyrmilegri meðferð. Hún brosti og neri saman litlum lóf- unum. „Ó, viljið þér ekki líka hafa mig með í leiknum?“ sagði hún á ágætu máli. „Ég get bæði lát- ið andlitið sýna sorg og ást, eins og þér viljið. Faðir minn, Willy Moon, er afar strangur leikari“. „Hvar er hann?“ Denham saug að sér mímósuilminn með velþóknun. „Ég vil gjarnan lesa leikritið fyrir hann“. Wing Moon kom nær honum, og hlýr ilmurinn úr hári hennar minnti hann á dvöl í appelsínu- garði rétt hjá Madrid. „Faðir minn hefur svo slæma tannpínu, herra, hún kom, þeg- ar hann drakk te fyrir klukku- tíma. Hann þoldi ekki við og þess vegna fór hann til enska læknisins, sem tekur tennur með lítilli töng. Hann kemur bráð- um aftur. Viljið' þér ekki koma inn og drekka svolítið af sæta edikinu okkar?“ Denham fullvissaði hana um, að þó hann væri að vísu gráð- ugur í að drekka sætt edik, vildi hann samt vera úti til að njóta kvöldloftsins. Haton ætlaði að ganga niður í fjöruna og koma aftur eftir klukkutíma. Wing Moon virtist vonsvikin. „Við höfum ekki mikið loft í húsinu okkar“, kvai’taði hún. „Faðir minn á lítinn bátaskúr í fjörunni“. Hún benti. „Það' er stór stóll til að reykja i hjá 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.