Heimilisritið - 01.12.1951, Page 36

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 36
minn kom hingað til að verða ríkur, en ég get ekki komizt til þeirra, af því ég hef enga pen- inga, skilur herrann efalaust“. Denham neyddi sig til að hugsa um kvikmyndaleikritið til þess að' komast hjá spuming- unni, sem leitaði á hann. Hann vorkenndi Wing Moon mjög og langaði til að hjálpa henni til að komast burt, en af viðskipta- ástæðum gat hann ekki strax látið undan sínum eigin tilfinn- ingum. Þau voru komin að skúrnum. Hann stóð við ós og þar uxu mangovtré og kaktusar. Hæg gola bærði vatnsyfirborðið. í sandinum stóð stór legustóll. Wing Moon settist hjá skúrn- um. Hún fór strax að leika sér að sandinum eins og bam, en Denham fleygði sér í stólinn og kveikti í sígarettu. Reglubundið ölduhljóð sjáv- arins róaði taugar hans, og lágt raul Wing Moon jók á yndis- leika hitabeltisnæturinnar. Hann hallaði höfðinu aftur á bak til að soga að sér svalt loft- ið, og fann í sama vetfangi, að kyrkjandi taki var læst um háls- inn á honum. Svartir armar lögðust um brjóstið og hand- leggina á honum. Blandaðri á- kafri suðu fyrir eyrum sér, heyrði hann ráma rödd Willy Moon. „Þetta var eins létt og að veiða grís. Ef þér hreyfið einn fingur, brotnar hálsinn á yður strax. Svona!“ Denham fann, að reipi var með furðulegri leikni vafið um handleggi hans og fætur og síð- an um stólinn, svo brakaði í lionum. Hann sá stóran svert- ingja og skildi, að Willy var ekki einn um þetta. Honum lá við að kafna af gremju yfir að hafa gengið í þessa gildru. Þetta var beinlínis ótrúlegt — svívirðilegt! „Þetta var ekki með í kvik- myndinni, Willy Moon“, gat hann stunið upp. „Hvað á þetta að þýða?“ Kínverjinn og aðstoðannaður hans hertu á böndunum, og svo sneri hann sér að dóttur sinni, en hún var þá farin. Hann rak upp ráman hlátur. „Það verður dýrt, ef þér kom- ið til að fífla dóttur mína. Ég mikið reiður“. „Ég hef ekki gert neitt á hluta dóttur yðar, Willy Moon. Leys- ið þessa bölvaða hnúta svo við getum talað saman af viti. Þér vitið til hvers ég kom hingað!“ í stað þess að svara, hvarf Kínverjinn ásamt aðstoðar- manni sínum. Denham sat al- veg kyrr, því ef hann reyndi að hreyfa sig, ætluðu reipin að hengja hann. Þrátt fyrir gremj- una gat hann ekki fengið sig til 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.